Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 48

Haldinn í ráðhúsi,
09.01.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson, Erla Rún Guðmundsdóttir, Trausti Magnússon, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Gunnlaugur Róbertsson, .

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Róbertsson, Skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201709115 - Endurskoðun á ferðaþjónustukafla Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030
Tillaga að breytingu á ferðaþjónustukafla aðalskipulags tekin fyrir. Mikil fjölgun er í ferðum gesta um sveitarfélagið enda eru fjölmargir áhugaverðirstaðir innan sveitarfélagsins. Það er vilji til að bregðast við þeirri fjölgun og styrkja ákveðin svæði þar sem umferð er mest, samhliða því að efla ný svæði til að taka við meiri fjölda ferðafólks. Þá er æskilegt að endurskilgreina heimildir til uppbyggingar aðstöðu á landbúnaðarlandi og óbyggðum svæðum, í tengslum við ferðaþjónustu til að hafa betri yfirsýn yfir þjónustu við ferðafólk á svæðinu og bæta upplýsingagjöf og öryggi fólks á ferð um svæðið.
Farið var yfir drög að breytingu. Málinu vísað í áframhaldandi vinnu.
2. 201811002 - Breyting á deiliskipulagi HSSA, nýtt hjúkrunarheimili
Óveruleg breyting á deiliskipulagi HSSA tekin fyrir. Breytingin felst í að byggingarreitur fyrir hjúkrunarheimili við Víkurbraut 29-31 sé stækkaður um 10 m til suðurs til að veita meira svigrúm fyrir uppbyggingu. Breytingin hefur verið í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu HSSA
3. 201809084 - Þétting byggðar á Höfn
Minnisblað vegan þéttingu byggðar á Höfn tekið fyrir. Fyrirhuguð þétting byggðar er í Innbæ á Höfn.
Skipulagsstjóra falið að sækja verð í skipulagsvinnuna.
4. 201901002 - Viðhald á varnargörðum við Hólmsá
Áætlun Vegagerðarinnar vegna viðhalds á varnargörðum við Hólmsá tekin fyrir. Um er að ræða styrkingu á um 1.200 m löngum garði austan Hólmsár. Efni í grjótvörn á að taka úr grjótnámu vestan við Kolgrímu í um 8,6 km frá efri enda varnargarðsins. Í námunni er laust grjót til notkunar í verkið.
Skipulagsnefnd telur framkvæmdina ekki háða framkvæmdaleyfi þar sem um viðhald er að ræða. Skipulagsnefnd telur ekki að um meiriháttar framkvæmd sé að ræða.
5. 201812073 - Viðhaldsdýpkun 2019
Áform um viðhaldsdýpkun í Hornafjarðarhöfn tekin fyrir. Áformað er að framkvæma viðhaldsdýpkun á næstu 5 árum allt að 150.000 m³.
Skipulagsstjóra falið að hefja umsóknarferli.
6. 201810106 - Byggingarleyfisumsókn: Hólabraut 1a og 1 b - Bílskúr
Áform um byggingu bílskúrs að Hólabraut 1a og 1b lögð fram. Ekki er til deiliskipulag sem nær yfir lóðina. Fyrirhugaður bílskur er um 7,5 x 8,5 m að grunnfleti.
Grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga, engar athugasemdir bárust.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7. 201809031 - Byggingarleyfisumsókn: Sólgerði - sumarhús
Áform um byggingu sumarhúss að Breiðabólsstað 2 lögð fram. Unnið er að deiliskipulagi sem nær yfir svæðið.
Grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga, engar athugasemdir bárust.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8. 1901011 - Fákaleira 1-3 : Ósk um breytingu á lóð
Fyrirspurn vegna áforma um byggingu raðhúss að Fákaleiru 1-3 lögð fram. Fyrirhugað er að byggja raðhús á lóðunum og sameina þær en skv. skilmálum deiliskipulags er heimilt að byggja einbýlishús á lóðunum.
Skipulagsstjóra falið að grenndarkynna áformin skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.
9. 201812076 - Ósk um úrbætur bílastæði við Hafnarskóla
Ósk um úrbætur vegna bílastæðis austan Hafnarskóla lögð fram.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir erindið og tekur undir að þörf sé á betrumbótum á svæðinu. Nú þegar hafa verið unnar úrbætur þar sem bílastæði hefur verið afmarkað. Yfirstandandi framkvæmdum við Vöruhúsið lýkur vonandi bráðlega og mun það létta á vandanum. Ákvörðun bæjarráðs vegna fyrirhugaðrar malbikunar 2019 liggur ekki fyrir að svo stöddu. Skipulagsnefnd leggur til að bílastæðið verði til skoðunar í yfirstandandi skipulagsvinnu á svæðinu.
10. 1810100 - Ósk um stækkun á Bjarnaneskirkjugarði
Ósk um stækkun Bjarnaneskirkjugarðs lögð fram. Bjarnaneskirkjugarður er skilgreindur í Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 sem K1 Bjarnaneskirkjugarður, 1,3 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun innan lóðamarka kirkjugarðsins. Ákvörðun um þátttöku sveitarfélagsins vísað til bæjarráðs.
11. 201901024 - Byggingarleyfisumsókn: Fornustekkar II
Áform um byggingu gripahúss að Fornustekkum II lögð fram. Fyrirhugað hús er um 100 m² að grunnfleti og mænishæð um 4 m mælt frá gólffleti. Ekki er í gildi deiliskipulag sem nær yfir svæðið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina og telur ekki þörf á grenndarkynningu þar sem langt er í næstu grennd.
12. 201901021 - Byggingarleyfisumsókn: Hæðargarður 7
Áform um breytt þakform bílskúrs að Hæðagarði 7 lögð fram. Samkvæmt áformum er flötu þaki bílskurs breytt í mænisþak.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á þakformi og telur breytinguna það lítilvæga að ekki sé ástæða til grenndarkynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta