Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 883

Haldinn í ráðhúsi,
07.01.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Páll Róbert Matthíasson 1. varamaður,
Ásgrímur Ingólfsson 1. varamaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1812010F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 212
Fundargerð samþykkt.
2. 1811006F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 51
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir, fræðslustjóri
Almenn mál
3. 201812066 - Færni til framtíðar
Fræðslunefnd hvetur til þess að sveitarfélagið bjóði öllum foreldrum á Hornafirði upp á uppeldisnámskeiðið "Færni til framtíðar", þeim að kostnaðarlausu.

Bæjarráð samþykkir að bjóða upp á fjögur námskeið á árinu 2019 fyrir foreldra barna á leikskólaaldri, foreldrum að kostnaðarlausu.
uppeldisnámskeið.pdf
4. 201709466 - Undirbúningur byggingar nýs hjúkrunarheimilis
Velferðarráðuneytið og Sveitarfélagið Hornafjörður boða til opinnar hönnunarsamkeppni um nýbyggingu hjúkrunarheimilis á Höfn í tengslum við núverandi hjúkrnarheimili Skjólgarð.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundum með ráðuneytinu.
5. 201901005 - Bílklippur fyrir Slökkvilið Hornafjarðar í Öræfum
Erindi frá Slökkviliði Hornafjarðar í Öræfum þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að kaupa bílklipppur og búnað þann sem þeim fylgir.

Steinþór gerði grein fyrir mikilvægi þess að hafa klippur í Öræfunum.
Bæjarráð samþykkir kaup á nýjum klippum að upphæð 3.5 milljón án vsk.
Fjármagnið verði tekið af rekstarafgangi ársins 2019.
 
Gestir
Steinþór Hafsteinsson, slökkviliðsstjóri
6. 201901019 - Eftirlitsbifreið fyrir slökkvilið Hornafjarðar
Steinþór gerði grein fyrir þörf á tækjakosti slökkviliðsins.
Bæjarstjóra og slökkviliðstjóra falið að fara yfir brunavarnaráætlun sveitarfélagsins fyrirliggjandi ósk vísað í þá vinnu.
 
Gestir
Steinþór Hafsteinsson slökkvilliðsstjóri
7. 201812085 - Vatnasvæðanefnd: Ósk um fulltrúa frá sveitarfélaginu
Erindi frá Umhverfisstofnun dags. 14. desember þar sem óskað er eftir tilnefningu frá sveitarfélaginu um fulltrúa í vantasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011.

Bæjarráð leggur til að Finnur Torfason formaður umhverfisnefndar verði tilnefndur fyrir hönd sveitarfélagsins.
8. 201901004 - Undanþágulisti - verkfallsheimild
Samkvæmt lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna er lagður fram listi yfir þá starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa verkfallsheimild.

Bæjarráð samþykkir framlagðan lista og vísar málinu í lögformlegt ferli.
9. 201812101 - Starfshópur um endurskoðun kosningalaga - ósk eftir athugasemd
Erindi frá starfshópi um endurskoðun kosningalaga dags. 19. desember 2018.
Óskað er eftir athugasemdum við þá hugmynd að sett verði heildar löggjöf um framkvæmd kosninga.


Lagt fram til kynningar.
Starfshópur um endurskoðun kosningalaga - ósk eftir athugasemd.pdf
10. 201810030 - Auglýsing umsóknar um byggðarkvóta fiskveiðiársins 2018/2019
Jákvætt svar barst frá ráðuneytinu vegna beiðni sveitarfélagsins um framlengingu á byggðarkvóta frá 2018.

Lagt fram til kynningar.
11. 201801057 - Fundargerðir stjórnar SASS 2018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
540.-fundur-stj.-SASS.pdf
12. 201711006 - Heilsuefling starfsmanna sveitarfélagsins
Breytingar á reglum um heilsueflingu starfsmanna lagðar fram, skv. ráðleggingum frá endurskoðanda sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um heilsueflingu starfsmanna sveitarfélagsins.
Reglur um framlag til heilsueflingar starfsmanna 2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta