Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 258

Haldinn í ráðhúsi,
10.01.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Ásgrímur Ingólfsson aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Guðbjörg Lára Sigurðardóttir aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Íris Heiður Jóhannsdóttir 2. varamaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1812011F - Bæjarráð Hornafjarðar - 882
Ásgerður K. Gylfadóttir tók til máls undir lið 1. menningarmálanefnd, og liðum 3. og 4. félagsmálanefnd, lið 12. Matís og matarsmiðjan og lið 13. göngu og hjólastíg í Öræfum.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 1901001F - Bæjarráð Hornafjarðar - 883
Íris Heiður Jóhannsdóttir tók til máls undir lið 2. fræðslu og tómstundanefnd, lið 1. hreyfing starfsmanna á vinnutíma og lið 5. færni til framtíðar.
Sæmundur Helgason tók til máls undir lið 11. fundargerð SASS, almenningssamgöngur á Suðurlandi og lið 4. e. uppbygging flugvallarkerfisins og efling innanlandsflugsins sem almenningasamgangna.
Ásgerður K. Gylfadóttir, andsvar undir lið 11. fundargerð SASS, tók einnig til máls undir lið 5. og 6. bílklippur fyrir slökkvilið Hornafjarðar Öræfum og eftirlitsbifreið fyrir slökkvilið Hornafjarðar.
Forseti bar fundargerðina upp til atkvæða.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 1811013F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 257
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Almenn mál
4. 201811002 - Breyting á deiliskipulagi HSSA, nýtt hjúkrunarheimili
Björgvin Óskar Sigurjónsson gerði grein fyrir óverulegum breytingum á deiliskipulagi við HSSA sagði það hafa verið kynnt fyrir grennd. Breytingin felst í að byggingarreitur fyrir hjúkrunarheimili við Víkurbraut 29-31 sé stækkaður um 10 m. til suðurs til að veita meira svigrúm fyrir uppbyggingu heilbrigðisstofnunarinnar.

Engar athugasemdir bárust.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki óverulega breytingu á deiliskipulagi HSSA og vísi því í lögformlegt ferli skv. 4. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 201809031 - Byggingarleyfisumsókn: Sólgerði - sumarhús
Björgvin greindi frá að skipulagsnefnd lagði til á fundi sínum þann 9. janúar að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi grenndarkynningu, vegna fyrirhugaðrar byggingar sumarhúss að Breiðabólstað 2.

Grenndarkynning fór fram frá 8. nóvember, frestur til að skila inn athugasemdum var til 28. desember 2018, engar athugasemdir bárust. Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi grenndarkynningu og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 44. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
6. 201810106 - Byggingarleyfisumsókn: Hólabraut 1a og 1 b - Bílskúr
Björgvin Óskar Sigurjónsson vék af fundi undir þessu máli.
Forseti greindi frá að skipulagsnefnd lagði til á fundi sínum þann 9. janúar að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi grenndarkynningu vegna fyrirhugaðar bílskúrsbyggingar.


Grenndarkynning fór fram frá 8. nóvember, frestur til að skila inn athugasemdum var til 17. desember 2018, engar athugasemdir bárust. Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi grenndarkynningu og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 44. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sex atkvæðum.
7. 201901027 - Ósk um lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi
Erindi Björns Inga Jónssonar bæjarfulltrúa D- listans sem hefur verið í leyfi frá í júní. Óskar hann eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar það sem eftir er kjörtímabilsins 2018-2022 með vísan í 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Páll Róbert Matthíasson sem verið hefur bæjarfulltrúi sjálfsstæðisflokksin í forföllum í leyfi Björns Inga verður aðalbæjarfulltrúi D. lista.
Varabæjarfulltrúi D. lista verður Stefanía Anna Sigurjónsdóttir.
8. 201901028 - Ósk um lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi
Guðbjörg Lára Sigurðardóttir tók til máls.
"Ég hef beðist lausnar undan störfum Bæjarfulltrúa kjörtímabilið 2018-2022.
Ástæðan eru margvísilegar persónulegar ástæður.
Ég vil þakka félögum fyrir stuðninginn og traust og samstarfsfólki mínu fyrir ánægjulegt samstarf síðastliðið ár.
Takk fyrir mig."
Ásgerður K. Gylfadóttir tók til máls og þakkaði Guðbjörgu Láru fyrir samstarfið. Hún þakkaði einnig Birni Inga Jónssyni fyrir samstarfið.
Varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Bryndís Björk Hólmarsdóttir verður aðalbæjarfulltrúi D- lista.
Varabæjarfulltrúi D- lista verður Jón Áki Bjarnason.
9. 201806011 - Kosning í bæjarráð
Ásgerður K. Gylfadóttir formaður bæjarráðs B- lista óskar eftir leyfi frá störfum bæjarráðs í tvo mánuði.

Björgvin Óskar Sigurjónsson verður aðalmaður B- lista.
Varamaður Kristján S. Guðnason B- lista.
Aðalmaður í bæjarráði fyrir D- lista Guðbjörg Lára Sigurðardóttir hefur beðist lausnar frá störfum, í stað hennar verður Páll Róbert Matthíasson aðalmaður í bæjarráði.
Varamaður D- lista verður Bryndís Björk Hólmarsdóttir.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Formaður bæjarráðs verður Erla Þórhallsdóttir B- lista.
Varaformaður bæjarráðs verður Björgvin Ó. Sigurjónsson B- lista.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

10. 201806009 - Kosningar í nefndir 2018-2022
Samir Mesetovic hættir sem aðalmaður fræðslu- og tómstundarnefnd, varamaður í menningarmálanefnd og stýrihóp um heildarskipulag og uppbyggingu íþrótta- og skólasvæðis fyrir E- lista.

Aðalmaður fyrir E- lista í fræðslunefnd verður Ragnar Logi Björnsson.
Sigurður Einar Sigurðsson verður varamaður í menningamálanefnd.
Stýrihópur um heildarskipulag og uppbyggingu íþrótta- og skólasvæðis, verður Kristín Hermannsdóttir.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.


11. 201901035 - Fundargerðir bæjarstjórnar
Sæmundur Helgason greindi frá fyrirspurn sinni til bæjarstjórnar um ritun fundargerða bæjarstjórnar.

Bæjarstjóri bar upp eftirfarandi bókun.
"Ákvörðun um breytt verklag við ritun fundargerða var tekin þann 3. september og er það í samræmi við Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Hornafjarðar. Eins og bent er á í fyrirspurninni fer ekki alltaf saman það sem er sagt á fundum og það sem kemur fram í fundargerð, ástæða þess er sú að bókunin er rituð fyrirfram af bæjarfulltrúum og send starfsmanni bæjarstjórnar. Bókunin er ekki alltaf lesin upp orðrétt. Starfsmenn og bæjarfulltrúar eru að fóta sig í nýju umhverfi og má vel gagnrýna. Í skoðun er hvort hægt sé að leita leiða til að bæta tækni við upptökur þannig að auðveldara sé að skoða upptökuna án þess að horfa á allan fundinn. Bæjarstjóri mun áfram vinna með starfsmönnum að því að leita leiða til að uppfylla óskir íbúa og kjörinna fulltrúa svo vel sé."
Til andsvars Páll Róbert Matthíasson.
Til andsvars Ásgerður K. Gylfadóttir.
Athugasemd við fundargerdir bæjarstjórnar.pdf
12. 201809020 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri gerði grein fyrir störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Skýrsla bæjarstjóra_10.01.19.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til baka Prenta