Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd - 48

Haldinn í ráðhúsi,
05.02.2019 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Finnur Smári Torfason, Vésteinn Fjölnisson, Matthildur U Þorsteinsdóttir, Hulda Ingólfsdóttir Waage, Þórgunnur Þórsdóttir, Bryndís Bjarnarson.

Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201709426 - Umferðaröryggisáætlun
Umhverfisnefnd fór yfir aðgerðaráætlun, starfsmanni falið að ýta á eftir forgangsverkefnum í áætluninni.
Umferðaröryggisáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar.pdf
2. 201901100 - Staða sorpmála
Erum að bíða eftir tölum frá ÍGF
Frestað til næsta fundar.
3. 201901039 - Fyrirspurn um sorp á víðavangi í Lóni
Starfsmanni falið að svara erindinu.
4. 201806084 - Umhverfisviðurkenning 2018
Umræður um umhverfisviðurkenningu 2018.
5. 201902006 - Hreinsunardagar í sveitarfélaginu
Umhverfisnefnd leggur til að hreinsunardagar í sveitarfélaginu verði 25. apríl og leggur áherslu á að hreinsunardagar verði einnig í dreifbýli.
6. 201809080 - Sorphirðudagatal 2019
Ábending barst frá íbúum í dreifbýli um að mismunun er gerð á hirðingu á almennu sorpi frá heimilum í þéttbýli og dreifbýli.
Hirðing í þéttbýli er þéttar vegna lífræna úrgangsins.
Starfsmanni falið að kanna með losun á endurvinnanlegu um jól í dreifbýli.
Höfn.2019.pdf
7. 201709224 - Norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi.
Hugrún Harpa og Barosz kynntu verkefnið.
 
Gestir
Bartosz Krzysztof Skrzypkowski byggingafulltrúi
Hugrún Harpa Reynisdóttir framkvæmdastjóri Nýheima
8. 201901095 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Hornafjarðar 2019
Formaður upplýsti að unnið er að sameiningu umhverfisnefndar og skipulagsnefndar.
9. 201902009 - Umhverfisrannsókn 2018: niðurstöður
Lagt fram til kynningar.
umhverfiskonnun2018.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50 

Til baka Prenta