Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 886

Haldinn í ráðhúsi,
28.01.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Erla Þórhallsdóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson varamaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1901002F - Atvinnumálanefnd - 46
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar
2. 1901009F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 52
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri
3. 1901010F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 44
Umræður um lið 2. undirbúningur byggingar nýs hjúkrunarheimilis.
Framkvæmdastjóra falið að vinna að greinargerð um rekstrarkostnað fyrir sjúkrarými sem sér einingu fyrir fund með heilbrigðisráðherra þann 6. febrúar.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar HSU á Hornafirði
4. 1901011F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 213
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
5. 201709224 - Norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi.
Lögð fram tillaga að verkáætlun og drög að íbúakönnun. Íbúakönnuninni vísað til umfjöllunar í fastanefndum sveitarfélagsins.
Starfsmanni falið að sækja um að halda lokaráðstefnu í haust.
 
Gestir
Hugrún Harpa Reynisdóttir forstöðumaður Nýheima
Árdís Erna Halldórsdóttir atvinnu- og ferðamálafulltrúi
6. 1901098 - Bílastæði fyrir afþreyingarfyrirtæki á Höfn
Erindi frá ferðaþjónustuaðilum þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið útbúi bílastæði fyrir atvinnubíla.

Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og vísar því til nánari útfærslu í skipulagsnefnd.
7. 201901106 - Kjarasamningsumboð til Sambands sveitarfélaga
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið skuldbindi sig til að afhenda Sambandi íslenskra sveitarfélaga upplýsingar um laun og önnur starfskjör starfsmanna sveitarfélagsins. Einnig heimilar sveitarfélagið að ópersónurekjanleg launagögn verði afhent viðkomandi heildarsamtökum launþega sem um það gera samkomulag við sambandið. Við vinnslu persónuupplýsinga ber bæði sveitarfélaginu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga að gæta að skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Sveitarfélagið Hornafjörður felur hér með Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd.
8. 201901103 - Vatnsveita: Eftirlitsskýrsla árið 2018
Vísað til skipulagsstjóra.
9. 201901073 - Sjónarhóll: Ósk um aukið starfshlutfall í stoðþjónustu
Fræðslu- og tómstundanefnd styður ósk leikskólans um 50% aukningu á starfi í stoðþjónustunni.

Bæjarráð samþykkir að auka starfshlutfall stoðþjónustu um 50%. Fjármagn tekið af ramma leikskólans.
10. 201901033 - Reglur um foreldragreiðslur
Bæjarráð samþykkir breytingar og framlengingu á reglum um foreldragreiðslur út árið 2019.
11. 201812077 - Álit Samkeppniseftirlitsins
Lagt fram til kynningar.
12. 201901006 - Héraðsskjalasafn:Skýrsla um starfsemi
Megin niðurstöður og athugasemdir skýrslunar kynntar en þær miðast við ákvæði laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn, reglna sem settar eru á grundvelli þeirra og reglugerðar nr. 283/1994 um héraðsskjalasöfn.
Skýrslunni vísað til umfjöllunar í menningarmálanefndar.
 
Gestir
Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar
13. 201901095 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Hornafjarðar 2019
Farið yfir samþykktir sveitarfélagsins þar sem lagt er til að sameina atvinnumálanefnd og menningarmálanefnd í atvinnu- og menningarmálanefnd annarsvegar og umhverfisnefnd og skipulagsnefnd í umhverfis- og skipulagsnefnd hinsvegar.
Sæmundur lýsir sig mótfallinn því að sameina umhverfisnefnd og skipulagsnefnd í eina nefnd vegna mikilvægi beggja málaflokka.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins .pdf
14. 201812078 - Landskipti Grænahraun
Erindi frá eigendum jarðarinnar Grænahrauns Valdimars og Valþórs Ingólfsona þar sem óskað er eftir að jörðinni verði skipt upp.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
15. 201801057 - Fundargerðir stjórnar SASS 2018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
542 fundur SASS.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta