Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 891

Haldinn í ráðhúsi,
04.03.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Björgvin Óskar Sigurjónsson, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Kristján Sigurður Guðnason, Bryndís Bjarnarson, Matthildur Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1902010F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 214
Fundargerð samþykkt.
2. 1902005F - Atvinnumálanefnd - 47
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar
Almenn mál
3. 201709558 - Gjaldskrá Hornafjarðarhafnar 2017
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Hornafjarðarhafnar.
4. 201709565 - Matís og matarsmiðjan
Gjaldskrá til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Matarsmiðjunnar.
5. 201903002 - Ósk um umsögn löndunarhafnar
Erindi frá Fiskistofu dags. 20. febrúar þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Skinney Þinganes hf um endurviktunarleyfi.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
6. 201903004 - Forkaupsréttur sveitarfélagsins
Erindi frá Skinney Þinganes hf. þar sem tilkynnt er að Nesfiskur ehf. hefur gert kauptilboð í tvö skip félagsins Hvanney SF- 51 skr.nr. 2403 og Steinunni SF 10 skr.nr. 2449. Tilboðið miðast við að skipin verði seld án aflahlutdeildar eða annarra aflaheimilda. Aflahlutdeildir skipanna verða fluttar til annarra skipa Skinneyjar Þinganess hf. Sveitarfélaginu er boðið að neyta forkaupsréttar á áður greindum skipum.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að skipin eru seld, Sveitarfélagið mun ekki nýta forkaupsréttar á skipunum.
7. 201903006 - Sindrabær
Erindi frá Jóhanni Morávek dags. 28. febrúar þar sem óskað er eftir upplýsingum um stefnu bæjarstjórnar um áframhaldandi uppbyggingu á Sindrabæ.
Vísað til fjárhagsáætlunar 2020. Bæjarstjóra falið að svara Jóhanni.
 
Gestir
Björn Þór Imsland forstöðumaður fasteigna
8. 201709148 - Vöruhús Endurbætur. Hönnun til útboðs frá 1. áfanga til 4.áfanga.Verklok.
Útboðsgögn lögð fram.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn.
Tekið af framkvæmdafé í fjárhagsáætlun 2019 skv. umræðum á fundinum.
 
Gestir
Björn Þór Imsland forstöðumaður fasteigna
9. 201901095 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Hornafjarðar 2019
Vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
10. 201811038 - Stöðuleyfi: Umsókn um kofa/hýsi á torgi við Gömlubúð
Atvinnumálanefnd leggur til að Ísi Ísgerð verði veitt stöðuleyfi. Nefndin hvetur til að skoðaður verði hvort möguleiki sé á að staðsetja fleiri vagna á svæðinu.

Bæjarráð samþykkir að veita Ísi Ísgerð stöðuleyfi á torgi við Gömlubúð þar sem hún uppfyllir kröfur samþykktar og gjaldskrár um götu- og torgsölu.
Leyfisveiting byggist á mati á umsóknum þar sem lögð er áhersla á fjölbreytileika og mismunandi framboð á þjónustu.
11. 201810088 - Stöðuleyfisumsókn: fyrir matarvagn á móts við Gömlubúð
Atvinnumálanefnd mælir ekki með umsókn um veitingu á stöðuleyfi á móts við Gömlubúð. Nefndin hvetur til að skoðaður verði hvort möguleiki sé á að staðsetja fleiri vagna á svæðinu.
Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan í bókun í máli nr. 201811038.
12. 201902112 - Umsögn um útgáfu leyfa: Ferðaþjónustan Hólmur
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi dags. 25. feb. þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar í flokkir II stærra fyrir Gistiheimilið Hólm.
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
13. 201902093 - Umsögn um útgáfu leyfa Setberg 1 ehf
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi dags. 21. feb. þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar í flokkir II minna fyrir gistiheimilið Setberg.
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
14. 201710029 - Heimaþjónusta - samþætting
Bæjarstjóri upplýsti um að starfshópur er að vinna þarfagreiningu að húsnæði fyrir heimaþjónustudeild að Víkurbraut 24.
Lagt fram til upplýsinga.
15. 201803021 - Rekstrar- og stjórnsýsluúttektir
Bæjarstjóri greindi frá vinnu að breytingum á stjórnkerfi sveitarfélagsins.
16. 201903010 - Loðnukvóti
Bæjarráð felur fjármálastjóra að meta hvort loðnubrestur valdi forsendubresti í tekjuáætlun fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
17. 201902122 - Fundargerðir stjórnar Nýheima
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta