Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 41

Haldinn í ráðhúsi,
13.03.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Svandís Perla Snæbjörnsdóttir ,
Arndís Ósk Magnúsdóttir ,
Ingunn Ósk Grétarsdóttir ,
Íris Mist Björnsdóttir ,
Birkir Snær Ingólfsson ,
Hermann Þór Ragnarsson ,
Sóley Lóa Eymundsdóttir ,
Salvör Dalla Hjaltadóttir ,
Herdís Ingólfsdóttir Waage .
Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201709224 - Norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi.
Norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi.
Sveitarfélagið Hornafjörður er þátttakandi í Norrænu samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi þar sem markmiðið er að vinna drög að skipulagi fyrir opin svæði, hjóla- og gönguleiðir á Höfn, m.t.t. innleiðingar sjálbærnimarkmiða í skipulagsferlið og hagnýtingar til framtíðar. Verkefnastjórar verkefnisins eru Árdís Erna Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi, auk Hugrúnar Hörpu Reynisdóttur, forstöðumanns Nýheima Þekkingarseturs.


Ungmennaráð fékk kynningu á Norræna samstarfsverkefninu um sjálfbæra bæi. Sveitarfélagið Hornafjörður, Ystad í Svíþjóð, Sønderborg í Danmörku og Narvik í Noregi eru þau sveitarfélög sem vinna saman að þessu verkefni. Ungmennaráð fékk einnig kynningu á fyrirhugaðri könnun sem er partur af þessu samstarfsverkefni.
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir
Bartosz Skrzypkowski
2. 201902105 - Stefnumótun í málefnum barna
Ungmennaráð Hornafjarðar lýsir yfir ánægju sinni að félagsmálaráðuneytið/Félags- og barnamálaráðherra ásamt fleiri sérfræðingum í málefnum barna séu að vinna við endurskoðun á þjónustu við börn og með því skapa raunverulegt barnvænt samfélag.
3. 201902021 - Ungt fólk og lýðræði (2019)
Tveir fulltrúar Ungmennaráðs Hornafjarðar hafa óskað eftir að fá að fara á ráðstefnu UMFÍ Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður dagana 10.- 12.apríl í Borgarnesi. Einkunnarorð ráðstefnunnar eru: Betri ég!Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?
4. 201903040 - Jafningjafræðarar námskeið
Sú hugmynd hefur komið upp að halda námskeið til að virkja nýja jafningjafræðara á Höfn þ.e. yngja upp í hóp jafningjafræðara. Taka þarf saman og skoða hver fókusinn er hjá ungmennunum í dag og hvað er það helsta sem brennur á þeim. Ungmennaráð mun vinna áfram að hugmyndinni svo hún verði að veruleika og mun námskeiðið þá verða auglýst.
5. 201903041 - Heimasíða ungmennaráðs
Ekki er búið að opna heimasíðu Ungmennaráðs Hornafjarðar. Ákveðið var í tilefni opnunarinnar að gera örlítinn viðburð í kringum opnunina. Dagsetningin 2.apríl sem er þriðjudagur hefur verið valinn til þess og mun viðburðurinn verða haldinn í Þrykkjunni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta