Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd - 49

Haldinn í ráðhúsi,
05.03.2019 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Finnur Smári Torfason, Vésteinn Fjölnisson, Matthildur U Þorsteinsdóttir, Hulda Ingólfsdóttir Waage, Barði E. Barðason, Bryndís Bjarnarson, .

Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201902033 - Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar
Skv. samþykktum sveitarfélagsins á að sameina umhverfisnefnd og skipulagsnefnd. Nýtt erindisbréf er lagt fram til umsagnar.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið og samþykkir það fyrir sitt leyti.
2. 201801116 - Skógrækt við Höfn
þetta er erindi frá Skógræktinni sem hefur fengið umfjöllun áður en þá var tekið jákvætt í erindið en ekkert meir.
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir erindi og óskar eftir að fá nánari útskýringar og kostnaðaráætlun frá Skógræktarfélaginu.
3. 201901100 - Staða sorpmála
Farið yfir stöðu sorpmála, augljós ávinningur er á aukinni flokkun hjá heimilum.
Einnig kom fram að 26% af almennu sorpi til urðunar kemur frá heimilum í Sveitarfélaginu Hornafirði, 11% frá Djúpavogshrepp (fyrirtækum og heimilum) og 63% frá fyrirtækjum í sveitarfélaginu.
Umhverfisnefnd hvetur fyrirtæki til að flokka betur.
Samanburður á almennu sorpi til urðunar 2018
Magn heimili Sveitarfélagið Hornafjörður
4. 201806084 - Umhverfisviðurkenning 2018
Umhverfisviðurkenningar verða afhentar við hátíðlega athöfn föstudaginn 8. mars í Nýheimum.
Umhverfisnefnd hvetur alla til að mæta á viðburðinn.
5. 201310034 - Loftlagsverkefni Landverndar, sveitarfélagsins og Sambandsins
Landvernd hefur slitið samstarfinu við sveitarfélagið vegna fjárskorts.
Umhverfisnefnd harmar að loftlagsverkefninu verði hætt og skorar á bæjarráð að skoða hvort sveitarfélagið geti unnið áfram að verkefninu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05 

Til baka Prenta