Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 50

Haldinn í ráðhúsi,
06.03.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson, Erla Rún Guðmundsdóttir, Trausti Magnússon, Páll Róbert Matthíasson, Hjördís Skírnisdóttir, Gunnlaugur Róbertsson, .

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Róbertsson, Skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201709404 - Aðalskipulagsbreyting Svínhólar
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 tekin fyrir. Megin markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að staðsetja nýtt verslunar-og þjónustusvæði og skógræktar- og landgræðslusvæði á Svínhólum. Svæðið verður afmarkað á uppdrætti og nánari skilmálar eru settir í greinargerð.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að kynna tillögu og senda til athugunar hjá Skipulagsstofnun í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2. 201709489 - Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV
Erindi eiganda Skaftafells III og IV tekið fyrir. Óskað er eftir því að hefja skógrækt á nyrsta hluta jarðarinnar Skaftafell III og IV.
Skipulagsnefnd felur starfsmanni að afla frekari gagna vegna málsins.
3. 201903009 - Aðalskipulagsbreyting Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Verkefnis- og matslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar á Jökulsárlóni tekin fyrir. Breytingin felst í að breyta skipulagsuppdráttum fyrir Öræfi og Suðursveit, ásamt skipulagsuppdrætti fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Einnig munu verða breytingar á skilmálum vegna framkvæmda innan stækkaðs svæðis í samræmi við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Skipulagsnefnd leggur til að námur E61 og E62 verði áfram skilgreindar í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd leggur til að lýsing á aðalskipulagsbreytingu verði samþykkt með breytingum og hún kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbreyting Jökulsárlón á Breðamerkursandi verkefnis- og matslýsing 20190228
4. 201901123 - Deiliskipulag Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Skipulags- og matslýsing vegna breytingar á deiliskipulagi Jökulsárlón á Breiðamerkursandi tekin fyrir. Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og Sveitarfélagið Hornafjörður hafa ákveðið að vinna nýtt deiliskipulag vegna breyttra forsendna sem snúa að svæðinu sem er nú innan þjóðgarðsins, fjölda gesta, uppbyggingu aðstöðu, aðkomu að svæðinu og bílastæðum, ásamt tengingum innan svæðis.
Skipulagsnefnd leggur til að skipulags- og matslýsing vegna breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt og hún kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulag Jökulsárlón á Breiðamerkursandi skipulags- og matslýsing 20190228
5. 201903014 - Deiliskipulag Svínhólar
Tillaga að deiliskipulag að Svínhólum tekin fyrir. Nýtt 30 ha svæði verður afmarkað á reitnum fyrir verslun og þjónustu. Á reitnum verður heimilt að byggja upp ferðaþjónustu með gistingu/hóteli sem hýst getur allt að 200 gesti. Einnig er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir starfsfólk í sér húsi og 20 heilsárshúsum, þar sem dvalið yrði aðeins hluta árs. Áform eru einnig uppi um skógrækt á jörðinni í samræmi við samning við Skógræktina um nytjaskógrækt. Skógræktar- og landgræðslusvæði verður afmarkað í stað landbúnaðarsvæðis, annað er norðan við hringveginn og hitt er í Össurárdal.
Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og auglýst í samræmi við skv. 40. og 41 gr. skipulagslaga samhliða vinnu við aðalskipulagsbreytingu. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulag Svínhólar uppdrattur 20190403.pdf
Deiliskipulag Svínhólar greinargerd 20190403.pdf
Deiliskipulag Svínhólar snid 20190403.pdf
6. 1901011 - Fákaleira 1-3 : Ósk um breytingu á lóð
Grenndarkynning vegna áforma um byggingu raðhúss að Fákaleiru 1-3 hefur farið fram skv. 2. mgr. 43. skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7. 201902040 - Byggingaráform, raðhús að Borgartúni 2
Áform um byggingu raðhúss að Borgartúni 2 tekin fyrir. Áform eru að byggja 405 m² fjögurra íbúða raðhús á lóðinni. Samkvæmt skipulagsskilmálum er heimilt að byggja allt að 350 m² raðhús á lóðinni.
Skipulagsstjóra falið að grenndarkynna áformin skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.
8. 201901099 - Byggingarleyfisumsókn: Freysnes, Hótel Skaftafell - viðbygging við Gistihús mhl10 F2182250
Áform um viðbyggingu að Hótel Skaftafelli tekin fyrir. Um er að ræða tengibyggingu og anddyri við gistiálmu norð- austan við aðalbyggingu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina þar sem hún er minniháttar og telur ekki þörf á grenndarkynningu þar sem langt sé í næstu grennd.
9. 201903003 - Byggingarleyfisumsókn: Akurnes - geymsla
Áform um byggingu geymslu að Akurnesi tekin fyrir. Um er að ræða frístandandi kalda geymslu sem er staðsett á hlaðinu í Akurnesi, austan við núverandi hlöðu og kartöflugeymslu. Ekki er gert ráð fyrir starfsfólki að staðaldri í geymslunni. Geymslunni er skipt upp í þrjú jafn stór bil, sem hvert um sig er með stórum innkeyrsludyrum og göngudyrum. Geymslan er stálgrindarhús á steyptum sökkli og klætt samlokueiningum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina þar sem hún samræmist búrekstri sem fyrir er að Akurnesi. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu þar sem langt sé í næstu grennd.
10. 201902032 - Byggingarleyfisumsókn: Miðsker
Áform um að reisa tvö 35 m² heilsárshús að Miðskeri í Nesjum tekin fyrir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu þar sem langt sé í næstu grennd. Öll frekari uppbygging skal vera skv. deiliskipulagi.
11. 201805013 - Hafnarvík Heppa: Frágangur akfærra stíga
Erindi frá eigendum Íshússins tekið fyrir. Í erindinu er lýst yfir áhyggjum af bílastæðum og aðgengi að Hafnarvík-Heppu svæði.
Þar sem framkvæmdir við Miklagarð liggja ekki fyrir mælir skipulagsnefnd með að beðið verði með uppbyggingu á akfærum stíg á milli Miklagarðs og Verðanda/Gíslaverkstæðis.
Fram kemur í skilmálum deiliskipulags sem nær yfir svæðið, að kvöð sé um gönguleið á milli húsa t.d. Gömlubúðar og nýbygginga. Skipulagsnefnd bendir á að þarna sé ekki átt við gangstétt heldur gönguleið á því yfirborði sem er innan lóða.
Skipulagsnefnd leggur til að rætt verði við eigendur Gíslaverkstæðis um möguleg bílastæði norðan við húsið.
Starfsmanni falið að vinna að málinu.
12. 201801116 - Skógrækt við Höfn
Tillaga Skógræktarfélags Austur-Skaftafellssýslu um "grænan trefil" norðan og austan við þéttbýlið Höfn tekin fyrir. Hugmyndin snýr að því að auka trjárækt við bæjarmörkin og tengja saman með trjágróðri þá lundi sem fyrir eru.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir erindið og vísar því til frekari útfærslu samhliða verkefninu Sjálfbærir Norrænir Bæjir.
13. 201902033 - Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar
Erindisbréf Umhverfis- og skipulagsnefndar lagt fram.
Skipulagsnefnd fór yfir erindisbréf nefndarinnar.
Fulltrúi 3.framboðsins er á móti sameiningu skipulags- og umhverfisnefndar í eina nefnd. Verkefni beggja nefnda eru mörg og viðamikil og fara ekki alltaf saman. Ekki sér fyrir endann á þeim verkefnum sem báðar nefndir eiga að hafa á dagskrá hverju sinni.
Samþykkt að vísa erindisbréfinu til bæjarráðs.
14. 201903026 - Byggingarleyfisumsókn: Hraunhóll 6 13
Byggingaráform að Hraunhól 6 tekin fyrir. Fyrirhugað er að reisa einbýlishús á lóðinni.
Skipulagsnefnd felur starfsmanni að grenndarkynna skv. 44. gr. skipulagslaga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til baka Prenta