Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 892

Haldinn í ráðhúsi,
11.03.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Ásgrímur Ingólfsson 1. varamaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1903004F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 45
Fundargerðin samþykkt.
2. 1903003F - Skipulagsnefnd - 50
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri
3. 1903002F - Umhverfisnefnd - 49
Fundargerðin samþykkt.
Almenn mál
4. 201811019 - Málþing um stöðu eldri borgara
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd mælist til þess, að settur verði af stað starfshópur til undirbúnings málþingsins. Lagt er til, að eftirfarandi fulltrúar verði í þeim hópi; framkvæmdarstjóri HSU Hornafirði, félagamálastjóri, formaður Félags eldri Hornfirðinga, fulltrúi Öldungaráðs ásamt fulltrúa stjórnsýslunnar sem bæjarráð skipar. Framkvæmdarstjóra falið að kostnaðarmeta málþingið og undirbúning þess ásamt að leggja fram umsókn til bæjarráðs vegna þess.

Bæjarstjóra falið að kalla til fulltrúa í hópinn. Bæjarráð leggur til að gerð verði þarfagreining á húsnæðismálum eldri Hornfirðinga sem verði kynnt á málþinginu.
Erindi um málþing.pdf
5. 201810039 - Fjárhagsáætlun 2019
Fjárhagsáætlun Heilbrigðisstofnunar 2019 lögð fram.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
6. 201901045 - FAS: List- og verknámshús
Þarfagreiningarvinna er í vinnslu og var kynnt fyrir bæjarráði. Með þarfagreiningunni er leitast við að ná fram heildstæðri mynd af þeirri starfsemi sem tengist list- og verknámskennslu, matreiðslukennslu, og kennslu í ferðamennsku með áherslu á fjallamennsku allt með það að markmiði að samnýta eins mikið af núverandi og fyrirhuguðu húsnæði og kostur er.

Bæjarráð fagnar því að þarfagreiningarvinnan er hafin og tekur jákvætt í verkefnið. Bæjarráð lýsir ánægju yfir þeirri framtíðarsýn og frumkvæði hjá FAS varðandi menntun í list- og verkgreinum í sveitarfélaginu.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir, fræðslustjóri
Hjalti Vignisson fulltrúi skólanefndar FAS
Eyjólfur Guðmundsson skólameistari FAS
7. 1810100 - Ósk um stækkun á Bjarnaneskirkjugarði
Erindi frá stjórn Bjarnarneskirkjugarða þar sem óskað er eftir stækkun á kirkjugarðinum.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Skipulagsnefnd - 48 (9.1.2019) - Ósk um stækkun á Bjarnaneskirkjugarði.pdf
8. 201901091 - Hafnarbraut 25
Minnisblað frá umsjónar-og eftirlitsmanni fasteigna sveitarfélagsins lagt fram. Þar kemur fram að húsnæði sveitarfélagsins að Hafnarbraut 25 skemmdist illa þegar kaldavatnsæð fór í sundur við húsið. Nokkru fyrir þann atburð auglýsti bæjarráð húsnæðið til leigu í því ástandi sem það var. Ekki er ráðlagt að nýta húsið þar sem það er orðið mjög lélegt.

Bæjarráð felur starfsmanni að vinna áfram að málinu.
9. 201709543 - Náttúrustofa Suðausturlands: Samningur
Sæmundur vék af fundi undir þessum lið.
Samningur milli Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps annars vegar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hins vegar, um rekstur Náttúrustofu Suðausturlands lagður fram. Einnig er lagður fram samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps um rekstur Náttúrustofu Suðausturlands.


Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samninga.
10. 201812034 - Ósk um göngu- og hjólastíg í Öræfum
Minnisblað um kostnað við 6,7 km. göngustíg í Öræfum lagt fram. Kostnaður er áætlaður rúmar 50 milljónir á km. Tvær göngubrýr eru á kaflanum.


Sveitarfélagið hefur, í samræmi við ráðgjöf Almannavarna Ríkissins, ekki áform um frekari skipulagsvinnu vegna yfirvofandi náttúurvá á svæðinu.
Þá hefur sveitarfélagið ekki gefið út framkvæmdaleyfi, byggingarleyfi né heimild til að hefja skipulagsvinnu á svæðinu fyrr en að loknu hættumati. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum Ríkissins mun hættumat liggja fyrir á vormánuðum.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson
11. 201903017 - Íbúalýðræðisverkefni
Erindi frá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga þar sem óskað er eftir að sveitarfélög sæki um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar.


Lagt fram til kynningar.
12. 201903031 - Ósk um áliti - vegur að Ingólfshöfða
Umhverfisstofnun vísar í fyrri samskipti vegna vinnu við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Ingólfshöfða. Stofnunin hefur að undanförnu aflað upplýsinga um veg einkaaðila sem liggur út í höfðann og skilgreiningu hans. Samkvæmt aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2020 er vegurinn skilgreindur í flokknum: Aðrir vegir. Stofnunin telur mikilvægt að það sé skýrt að eigandi einkavegar getur þurft að sæta því að aðrir hafi umferðarrétt um veginn samkvæmt venju, hefð eða löggerningum. Þar myndi þá Umhverfisstofnun, þeir bændur sem leigja nytjar og aðrir sem falla þar undir, eiga rétt á að nýta veginn

Umhverfisstofnun óskar eftir áliti Sveitarfélagsins Hornafjarðar á mati Umhverfisstofnunar svo hægt sé að halda áfram vinnu við stjórnunar- og verndaráætlun sem allra fyrst.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samráði við landeigendur.
13. 201809065 - Málefni sláturhúss á Höfn
Bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála.
14. 201902034 - Erindisbréf atvinnu- og menningarmálanefndar
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
15. 201902033 - Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar með fyrirliggjandi breytingum.
16. 201903029 - Stofnframlag - bygging eða kaup á almennum íbúðum
Íbúðalánasjóður auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 5272016 og reglugerð nr. 555/2016.

Bæjarstjóra falið að kanna hvort stofnframlagið geti nýst í uppbyggingu húsnæðis fyrir ákveðinn aldurshóp s.s eldri íbúa.
Auglýsing um stofnframlög 2019.pdf
17. 201903030 - Umsögn um frumvarp: Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar
Lagt fram.
Bæjarráð er fylgjandi frumvarpinu. Bæjarstjóra falið að senda umsögn.
18. 201902113 - Umsögn um útgáfu leyfa: Jón Ríki Hólmi
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi dags. 25. febrúar þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu veitinga í flokki II fyrir veitingahúsið Hólmur.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
19. 201903027 - Umsögn um útgáfu leyfa: Nemendafélag FAS
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi dags. 6. mars þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Nemendafélags FAS um tækifærisleyfi þann 14. mars.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
20. 201903038 - Forgangsverkefni í samgöngumálum 2019-2028
Erindi frá stjórn SASS þar sem óskað er eftir svörum við spurningum um helstu forgangsverkefni í samgöngumálum 2019-2028.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10 

Til baka Prenta