Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 42

Haldinn í ráðhúsi,
04.04.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Svandís Perla Snæbjörnsdóttir, Arndís Ósk Magnúsdóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Ingunn Ósk Grétarsdóttir, Sóley Lóa Eymundsdóttir, Salvör Dalla Hjaltadóttir, Herdís Ingólfsdóttir Waage, .

Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201901100 - Staða sorpmála
Kynning á stöðu sorpmála í sveitarfélaginu
Ungmennaráð lýsir yfir áhyggjum yfir sorpmálum sveitarfélagsins. Ungmennaráð vill ítreka stefnu sveitarfélagsins í sorpmálum og hvetur því fyrirtæki til meiri þátttöku í flokkunarstefnunni.
2. 201903097 - Landsskipulagsstefna - Samráðsvettvangur
Nýtt landsskipulagsferli að hefjast um loftslag,landslag og lýðheilsu - boð um þátttöku á samráðsvettvangi
Ungmennaráð lýsir yfir ánægju sinni með að hefja eigi nýtt landslagsskipulagsferli um loftslag, landslag og lýðheilsu. Við munum fylgjast með þessari vinnu þó svo við munum ekki taka þátt á samráðsvettvangi að sinni en þökkum fyrir boðið.
Boð um þátttöku á samráðsvettvangi. Loftslag, landslag, lýðheilsa - nýtt landsskipulagsferli að hefjast.pdf
3. 201904004 - Youth summit 2019
Ungmennaráðstefnan Youth summit 2019. Er áhugi hjá ungmennaráði til að fara á þessa ráðstefnu?
Leitað er eftir ungmennum til að fara á ráðstefnuna Youth summit 2019. En ráðstefna þessi er hugsuð út frá Norræna samstarfsverkefninu um sjálfbæra bæi með tengingu við heimsmarkmiðin. Megum alls ekki missa af þessu tækifæri þar sem Sveitarfélagið Hornafjörður er þátttakandi að Norræna samstarfsverkefninu.
Youth summit 2019
4. 201902023 - Önnur mál ungmennaráðs
Ungmennaráð ætlaði að opna heimasíðu sína með pompi og pragt 2. apríl. En vegna ófyrirsjánlegra aðstæðna var það ekki hægt. Ný dagsetning hefur verið ákveðin 16. apríl í húsnæði Ungmennahúss. Stefnt er að því að halda opið hús þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.

Loftlagsmál: Föstudagsmótmæli loftlagsmála mæltust vel fyrir. Það þarf að hafa samband við skólana og undirbúa flottan dag. Ungmennaráð hefur ákveðið að standa að einum föstudagsmótmælum vegna loftlagsmála. Dagsetningin verður í samráði við skólana í sveitarfélaginu og auglýst síðar.

Erasmus Ungmennaráð þarf að huga að umsóknum vegna Youth Summit 2019 og vegna fyrirhugaðs jafningjafræðara námskeiðs.

Umhverfisverkefni ungmennaráðs. Klára þarf að fara yfir niðurstöður og ákveða hvar og hvernig eigi að kynna verkefnið fyrir samfélaginu.

Vegna allra þessara verkefna þarf að halda vinnufund. Reka þarf endahnútinn á umhverfisverkefnið svo hægt sé að kynna það fyrir samfélaginu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta