Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 895

Haldinn í ráðhúsi,
01.04.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Björgvin Óskar Sigurjónsson, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Ásgrímur Ingólfsson, Bryndís Bjarnarson, Matthildur Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1903008F - Menningarmálanefnd - 52
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar sat einnig undir málum 3,4 og 5
2. 1903013F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 46
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
3. 201903077 - Sameining safna á Suðurlandi
Viljayfirlýsing héraðskjalavarða Héraðskjalasafns Austur- Skaftfellinga, Héraðskjalasafns Árnesinga, Héraðskjalasafns Rangæinga og Vestur- Skaftfellinga og Héraðskjalasafnsins í Vestmannaeyjum um að vinna skipulega að sameiningu safnanna.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram að hugmyndum um sameiningu safnanna.
Viljayfirlýsing_sameining_skjalasafna_á_Suðurlandi.pdf
 
Gestir
Halldóra Jónsdóttir héraðsskjalavörður sat einnig undir máli nr. 4
4. 201903083 - Samstarfssamningur 5 héraðsskjalasafna
Samstarfsamningur Héraðskjalasafna Austur- Skaftafellsýslu, Héraðskjalasafns Árnesinga, Héraðskjalasafns Akranes, Héraðskjalasafns Kópavogs og Héraðskjalasafns Mosfellsbæjar lagður fram.
Bæjarráð fagnar samstarfinu og samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamning.
Samstarfssamningur héraðsskjalasafna 2019.pdf
5. 201903114 - Eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn
Lagt fram til kynningar.
Almennt eftirlit
6. 201709143 - Styrkja og úthlutunarreglur menningarmálanefndar.
Reglum um styrkjaúthlutun til menningarmála er skipt upp í tvennt verkefnastyrki og rekstarstyrki.
Bæjarráð samþykkir reglur um úthlutun verkefnastyrkja Menningarmálanefndar og reglur um úthlutun rekstrarstyrkja Menningarmálanefndar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Rekstrarstyrkir nenningarmálanefndar 2019
Verkefnastyrkir menningarmálanefndar 2019
7. 201903120 - Strandhreinsun 4. maí
Erindi frá Umhverfissamtökum Austur Skaftafellssýslu þar sem kemur fram að laugardaginn 4. maí munu samtökin standa fyrir strandhreinsun á Suðurfjörunum. Samstarfsaðilar í strandhreinsuninni verður Blái Herinn.
Óskað er eftir að sveitarfélagið styrki samtökin með því að kosta förgun sorpsins.

Bæjarráð fagnar átakinu og samþykkir að styrkja verkefnið með móttöku á óendurvinnanlegu sorpi endurgjaldslaust.
8. 201903118 - Ársskýrsla: Björgunarsveitin Kári
Lagt fram til kynningar.
9. 201903117 - Heimsmarkmið og stefnumótun 2019
Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og samhliða vinna að stefnumótun sveitarfélagsins.
10. 201709394 - Hugmyndir um uppbyggingu í ferðaþjónustu á Höfn
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti á fundi sínum þann 13.12 2018 að ganga til samninga við Gísla Má Vilhjálmsson og Þórdís Einarsdóttur um lóðarvilyrði í tengslum við hótelbyggingu við Hornafjarðarhöfn. Vilyrðið er veitt til 12 mánaða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt með tveim atkvæðum B. lista Róbert D. lista situr hjá.
11. 201709114 - Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Á fundi bæjarráðs 18.3.2019 var starfsmönnum falið að leita eftir tilboðum í gerð húsnæðisáætlunar. Leitað var tilboða hjá þrem aðilum, VSÓ, KPMG og
EFLU.

Bæjarstjóra var falið að gera verðkönnun hjá ráðgjafafyrirtækjum um gerð húsnæðisáætlunar. Fjármagnið tekið af rekstarafgangi og vísað í gerð viðauka 1.
12. 201903110 - Umsögn um frumvarp: Gjaldtaka vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál.
Lagt fram til kynningar.
13. 201903101 - Umsögn um útgáfu leyfa: Pakkhús - Árshátíð sveitarfélagsins
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi dags. 19. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í Mánagarði frá Pakkhúsi veitingar ehf.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
14. 201903130 - Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2019
Fundargerðir nr. 48-50 lagðar fram.
Bæjarráð hvetur stjórn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga að setja á dagskrá málefni um loðnubrest.
Stjórn-Samtaka-sjávarútvegssveitarfélaga-48.pdf
Stjórn-Samtaka-sjávarútvegssveitarfélaga-49.pdf
Samtök-sjávarútvegssveitarfélaga_fg-50.pdf
Aðgerðarleysi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna loðnubrests.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35 

Til baka Prenta