Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 51

Haldinn í ráðhúsi,
03.04.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson, Erla Rún Guðmundsdóttir, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Finnur Smári Torfason, Gunnlaugur Róbertsson, .

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Róbertsson, Skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201809084 - Aðalskipulagsbreyting: Þétting byggðar á Höfn
Óveruleg aðalskipulagsbreyting vegna þéttingu byggðar í Innbæ tekin fyrir. Breytingin felst í að heimila 6 nýjar lóðir undir einbýlishús og eina lóð undir raðhús. Skipulagstillagan hefur verið kynnt og auglýst í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun sem fellst ekki á að breytingin getir talist óveruleg og því ber að fara með hana sem verulega breytingu skv. 30.-32. gr. skipulagslaga.
Skipulagsstjóra falið að vinna breytinguna í samræmi við athugasemd Skipulagsstofnunar.
2. 201812008 - Aðalskipulagsbreyting Háhóll
Tillaga að aðalalskipulagsbreytingu Hjarðanesi/Dilksnesi tekin fyrir. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu verslunar-, veitinga-, gistiaðstöðu ásamt aðstöðu henni tengdri. Tillagan hefur verið send til athugunar Skipulagsstofnunar sem meðal annars bendir á að votlendissvæði stærra en 2 ha njóti sérstakrar verndunar skv. 62. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum. Starfsmanni falið að afla frekari upplýsinga og kalla á fund með landeigendum.
Málinu frestað til næsta fundar.
3. 201709489 - Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV
Erindi eigenda Skaftafells III og IV tekið fyrir. Í erindinu er farið fram á að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu í landi Skaftafells III og IV.
Sveitarfélagið hefur í samræmi við ráðleggingar Almannavarna Ríkisins ekki veitt heimild til skipulagsvinnu í nálægð við Svínafellsjökul. Sveitarfélagið bíður þess að unnið verði áhættumat á svæðinu en áhættumat sem unnið er af Veðurstofu Íslands er væntanlegt nú á vormánuðum.
Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsvinna verði heimiluð þegar hættumat á svæðinu liggur fyrir og að sú vinna taki mið af því. Skipulagsnefnd vísar í bókun sína frá 50. fundi.
4. 1903023 - Deiliskipulag Svínafell 2 - Víðihlíð
Umsókn um að hefja vinnu við deiliskipulag á Svínafelli II - Víðihlíð tekin fyrir. Áform eru um að reisa frístundahús og gestahús ásamt því að endurbyggja torfbæ sem stóð á Hnappavöllum í Öræfum með tilheyrandi skemmum og útihúsi í líkingu við gamla Hnappavallabæinn.
Skipulagsnefnd leggur til að heimiluð verði vinna við deiliskipulag skv. 40.-42. gr. skipulagslaga.
Ákvörðun vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Umsokn_leyfi til að hefja deiliskipulagsvinnu.pdf
5. 201808071 - Deiliskipulag: Virkjun í Birnudal
Deiliskipulag vegna Birnudalsvirkjunar tekin fyrir. Stefnt er að því að reisa vatnsaflsvirkjun í Birnudal í landi Kálfafellsstaðar í Suðursveit. Virkja á ána Birná sem á upptök sín innst í Birnudal og liggur eftir miðjum dalnum. Birnudalur er lítill dalur innarlega í Staðardal vestanverðum. Birná er dragá og vatnsvið hennar er u.þ.b. 4km². Lengd árinnar frá efstu drögum þar til hún fellur í Staðará eru u.þ.b. 3,5 km. Rennsli árinnar er nokkuð stöðugt samkvæmt mælinum er lámarksrennsli í krinum 300 l/s.
Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og auglýst í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Birnárvirkjun deiliskipulagstillaga 18112018.pdf
6. 201904013 - Deiliskipulag Háhóll - Dilksnes
Deiliskipulag Háhóll - Dilksnes tekið fyrir. Skipulagssvæðið er tvískipt og nær yfir um 44 ha. Svæðið er skammt norðan Hafnar og tekur yfir land Dilksness 1 og 2, Hjarðarness, Háhóls, Garðshorns og Hólaness. Ekki liggja fyrir formleg skipti milli Hjarðarness, Háhóls og Garðshorns. Skipulagssvæðið er nær algróið og liggur milli Suðurlandsvegar/Hafnarvegar að austanverðu og Hornafjarðar að vestanverðu. Hluti svæðisins er votlendur og um það kvíslast lækir. Land hefur verið framræst að hluta til. Heimalandið, næst byggingum, er að stærstum hluta til ræktað land en einnig hafa verið ræktuð tún á Hólanesi og víðar. Mannvirki standa á grónum klapparholtum sem eru hærra í landinu. Á jörðunum er stundaður landbúnaður, garðyrkjustarfsemi, steypustöð og ferðaþjónusta. Jarðirnar eru lögbýli í ábúð og rekstri.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum. Starfsmanni falið að afla frekari upplýsinga og kalla á fund með landeigendum.
Málinu frestað til næsta fundar.
7. 201903127 - Framkvæmdaleyfisumsókn: Stofnæð hitaveitu frá Hoffelli að Höfn
Tekin er fyrir umsókn Rarik um lagningu stofnæðar hitaveitu frá Hoffelli að kyndistöð Rarik á Höfn. Verkið felur einnig í sér lagningu safnpípna á skipulögðu iðnaðarsvæði í landi Hoffells og Miðfells, ásamt vegslóða frá dælustöð að jöfnunartanki. Fyrirhuguð framkvæmd hefur verið tilkynnt Skipulagsstofnun og var niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er í samræmi við yfirstandandi aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn Rarik til lagningar stofnæðar frá Hoffelli að Höfn verði samþykkt og að framkvæmdaleyfi verði gefið út við samþykkt aðalskipulagsbreytingar og deiliskipiulags. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8. 201903059 - Byggingarleyfisumsókn: Fákaleira 11-13 - raðhús
Fyrirspurn vegna áforma um byggingu raðhúss að Fákaleiru 11-13 lögð fram. Fyrirhugað er að byggja raðhús á lóðunum og sameina þær en skv. skilmálum deiliskipulags er heimilt að byggja einbýlishús á lóðunum.
Skipulagsstjóra falið að grenndarkynna áformin skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.
9. 201903069 - Byggingarleyfisumsókn: Nýpugarðar - breyting gistihússins
Byggingarleyifisumsókn vegna viðbyggingar við einbýlishús að Nýpugörðum tekin fyrir. Ekki er til deiliskipulag sem nær yfir svæðið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina og telur ekki þörf á grenndarkynningu þar sem langt er í næstu grennd. Öll frekari uppbygging skal vera skv. deiliskipulagi.
10. 1902018 - Byggingarleyfisumsókn: Borgartún 1 - raðhús
Áform um byggingu raðhúss að Borgartúni 1 tekin fyrir. Áform eru að byggja 363 m² fjögurra íbúða raðhús á lóðinni. Samkvæmt skipulagsskilmálum er heimilt að byggja allt að 350 m² raðhús á lóðinni.
Skipulagsstjóra falið að grenndarkynna áformin skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.
11. 201903122 - Vegur að Seljavöllum II
Áform um byggingu vegar að fyrirhuguðu einbýlishúsi að Seljavöllum II tekin fyrir. Vegurinn er botnlangi og er um 190 m langur.
Skipulagsnefnd óskar eftir skipulagsgögnum vegna málsins.
Málinu frestað til næsta fundar.
12. 201903134 - Hitaveitumannvirki Borholuhús Hoffelli
Áform Rarik um byggingu Borholuhúss að Hoffelli tekin fyrir. Óskað er eftir því að mannvirkin megi verða að hámarki 40,0 m² í stað 20,0 m² og hámarkshæð 4,50 m í stað 3,00 m.
Skipulagsstjóra falið að grenndarkynna áformin skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.
13. 201903133 - Hitaveitumannvirki Aðaldælustöð Hoffelli
Áform Rarik um byggingu Aðaldælustuðvar, forðageymis og þrýstiskerpistöðvar tekin fyrir. Óskað er eftir því að aðaldælustöð Hoffelli megi verð að hámarki 245,0 m² í stað 220 m² og hámarkshæð 7,30 í stað 4,00 m. Óskað er eftir því að hæð forðageymis frá gólfkóta tæknirýmis megi verða a.m.k. 9,70 m í stað 8,00 m. Óskað er eftir því að þrýstiskerpistöð Stapa verði að hámarki 160,0 m² í stað 120,0 m² og hámarkshæð húss 6,40 m í stað 4,00 m.
Skipulagsstjóra falið að grenndarkynna áformin skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.
14. 201904018 - Tilkynning um framkvæmd, Stafafellsfjöll lóð nr. 12
Áform um byggingu gestahúss á lóð nr. 12 í stafafellsfjöllum tekin fyrir. Áform eru að byggja 35 m² hús á lóðinni en skv. deiliskipulagi er heimilt að byggja allt að 30 m² gestahús.
Ásgrímur vék af fundu undir þessum lið.
Skipulagsstjóra falið að grenndarkynna áformin skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta