Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd - 50

Haldinn í ráðhúsi,
02.04.2019 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Finnur Smári Torfason, Matthildur U Þorsteinsdóttir, Hulda Ingólfsdóttir Waage, Þórgunnur Þórsdóttir, Bryndís Bjarnarson, .

Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201903120 - Strandhreinsun 4. maí
Umhverfissamtök Austur- Skaftafellssýslu munu laugardaginn 4. maí standa fyrir strandhreinsun á Suðurfjörunum.
Umhverfisnefnd fagnar átakinu og hvetur alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í strandhreinsuninni.
2. 201903097 - Landsskipulagsstefna - Samráðsvettvangur
Lagt fram til kynningar.
Boð um þátttöku á samráðsvettvangi. Loftslag, landslag, lýðheilsa - nýtt landsskipulagsferli að hefjast.pdf
3. 201901100 - Staða sorpmála
Fyrirspurn um kynningarmál fyrir fyrirtæki og heimili hefur verið send til Íslenska Gámafélagsins.
Umhverfisnefnd felur starfsmanni að vinna að og kynna fyrir íbúum og fyrirtækjum leiðbeiningar varðandi flokkun.
Einnig kom fram að unnið verður að hreinsun í kring um Urðunarstað í Lóni.
4. 201903131 - Ályktun Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga
Lagt fram til kynningar.
5. 201904005 - Samþykkt um umgengni og þrifnaðu utan húss
Ný samþykkt um þrifnað utan húss lögð fram.
Við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps þurfti hið nýja sveitarfélag að setja sér nýjar samþykktir skv. sveitarstjórnarlögum. Einnig er uppfærsla á lögum og reglugerðum sem hafa tekið breytingum á gildistíma samþykktarinnar.


Umhverfisnefnd vísar samþykktinni til bæjarráðs.
Umhverfisnefnd bendir á að hreinsunardagur er þann 25. apríl og hvetur bæjarbúa til að hreinsa nánasta umhverfi sitt.
Í framhaldinu óskar nefndin eftir að Áhaldahúsið í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Austurlands vinni að hreinsun og förgun ónýtra lausamuna í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50 

Til baka Prenta