Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 307

Haldinn í ráðhúsi,
04.04.2019 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Hjalti Þór Vignisson (HÞV), Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Sædís Ösp Valdemarsdóttir, Þórey Bjarnadóttir, Gunnar Stígur Reynisson, Hildur Ýr Ómarsdóttir, Skúli Ingibergur Þórarinsson, .

Fundargerð ritaði: Skúli Ingibergur Þórarinsson, Félagsmálafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201904019 - NPA miðstöðin - Kröfu- og minnisbréf til sveitarfélaga
NPA miðstöðin hefur sent meðfylgjandi bréf til tengiliða í félagsþjónustu helstu sveitarfélaga á Íslandi auk Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsmálaráðuneytisins. Meðfylgjandi er einnig minnisblað sem fylgdi með bréfi miðstöðvarinnar og birt hefur verið opinberlega.

Í bréfinu er þess krafist að sveitarfélög aðlagi framkvæmd sína á NPA að ákvæðum laga nr. 38/2018 og reglugerð nr. 1250/2018, eins og nánar er lýst í bréfinu. Telji sveitarfélög sig af einhverjum ástæðum ekki þurfa að aðlaga framkvæmd sína að þeim kröfuliðum sem fram koma í bréfinu, hafi þau ekki gert það nú þegar, er óskað eftir staðfestingu þar að lútandi ásamt rökstuðningi.

Bréf frá NPA miðstöðinni lagt fram til kynningar. Engar athugasemdir gerðar og málið sent áfram til Bæjarráðs til kynningar.
2019.03.29 - Kröfubréf til sveitarfélaga.pdf
2019.03.06 - Minnisblað vegna jafnaðartaxta sveitarfélaga.pdf
2. 1901137 - Leiguíbúðir
Fært í trúnaðarmálabók
3. 201709341 - Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarmálabók
5. 201904029 - Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk 2019
Lagt fram til kynningar
Málið lagt fram til kynningar. Nefndin bendir á mikilvægi þess að setja reglur er varðar aksturþjónustu fyrir fatlað fólk.
Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk 2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta