Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 261

Haldinn í ráðhúsi,
11.04.2019 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Björgvin Óskar Sigurjónsson, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Bryndís Hólmarsdóttir, Kristján Sigurður Guðnason, Finnur Smári Torfason, Bryndís Bjarnarson, Matthildur Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1903009F - Bæjarráð Hornafjarðar - 893
Sæmundur Helgason tók til máls undir undir 3. lið, Hönnun: Víkurbraut 24 húsnæði málefna fatlaðs fólks og 12. öryggisúttekt. Til andsvars Matthildur Ásmundardóttir.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 1903011F - Bæjarráð Hornafjarðar - 894
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 1903014F - Bæjarráð Hornafjarðar - 895
Björgvin Óskar Sigurjónsson tók til máls undir 46. fundargerð heilbrigðis- og öldrunarnefndar Samningar um rekstur HSU Hornafirði 2019.
Sæmundur tók til máls undir 10. lið Hugmyndir um uppbyggingu í ferðaþjónustu á Höfn. Til andsvars Matthildur Ásmundardóttir. Til andsvars Ásgerður Gylfadóttir.
Ásgerður tók til máls undir 46. fundargerð heilbrigðis- og öldrunarnefndar Samningar um rekstur HSU Hornafirði 2019 og þriðja lið sömu fundargerðar, Stjórnsýslukæra gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna gjaldskrár daggjalda hjúkrunarrýma fyrir 2019.
Bryndís Hólmarsdóttir tók til máls undir 10. lið, Hugmyndir um uppbyggingu í ferðaþjónustu á Höfn. Til andsvars Matthildur Ásmundardóttir.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 1904002F - Bæjarráð Hornafjarðar - 896
Finnur Torfason tók til máls undir 1. lið, fundargerð umhverfisnefndar 1. lið strandhreinsun 4. maí. Sæmundur tók einnig til máls undir fundargerð umhverfisnefndar 1. lið og 14. lið, tímabundinn afsláttur af lóðagjöldum.
Ásgerður Gylfadóttir tók til máls undir 14. lið, tímabundinn afsláttur af lóðagjöldum og 16. lið Íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins. Einnig tók hún til máls undir 17. lið, reglur um styrk til húsaleigu fyrir starfsmenn sveitarfélagsins.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 1903007F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 260
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
6. 201904022 - Ársreikningur sveitarfélagsins 2018
Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2018 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Ársreikningurinn hefur fengið kynningu í bæjarráði að viðstöddum aðalmönnum í bæjarstjórn.
Matthildur lagði fram ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2018. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð sem nam 541,5 millj. kr., og rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð sem nam 487,3 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2018 nam 4.195 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 4.711 millj. kr. Eignarfjárhlutfall nam 76,4% í árslok. Framlegð sveitarfélagsins var 26,3% fyrir A og B hluta. Skuldahlutfall og skuldaviðmið eru skilgreind í reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga en skuldahlutfall A og B hluta var 51,3% sem er vel undir viðmiðunarreglu sem er 150% og skuldaviðmiðið er 25,9% en hámarks skuldaviðmið samkvæmt lögum er 150%. Lagði Matthildur til að ársreikningi 2018 verði vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn um leið og hún þakkaði bæjarfulltrúum, starfsfólki og KPMG fyrir störf sín við vinnu við gerð ársreiknings.
Ásgerður Gylfadóttir tók til máls.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Hornafjörður endurskoðunarskýrsla 2018.pdf
Ársreikningur Hornafjörður 31.12.2018.pdf
Samstæða og yfirlit Hornafjörður 2018_02042019.pdf
7. 201709143 - Styrkja og úthlutunarreglur menningarmálanefndar.
Kristján S. Guðnason og greindi frá reglum um styrkjaúthlutun til menningarmála er skipt upp í tvennt. verkefnastyrki og rekstarstyrki.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki reglur um úthlutun verkefnastyrkja Menningarmálanefndar.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Kristján lagði til að bæjarstjórn samþykki reglur um úthlutun rekstrarstyrkja Menningarmálanefndar.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.
Rekstrarstyrkir nenningarmálanefndar 2019
Verkefnastyrkir menningarmálanefndar 2019
8. 201709473 - Skjalastefna
Matthildur Ásmundardóttir gerði grein fyrir að skjalastefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar er ætlað að tryggja örugga meðferð og vörslu opinberra skjala með réttindi borgaranna og hag stjórnsýslu sveitarfélagsins að leiðarljósi. Tilgangur stefnunnar er setja ramma og lýsa ábyrgð starfsmanna.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki skjalastefnu sveitarfélagsins 2019-2024.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Skalastefna 2019
9. 201904005 - Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss
Finnur Torfason greindi frá að breytingar á samþykktinni eru vegna sameiningar Breiðdalshrepps og Fjarðarbyggðar engar efnislegar breytingar eru gerðar á samþykktinni.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki samþykktina og vísi henni í lögformlegt ferli.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss
10. 201904032 - Reglur um styrk til húsaleigu fyrir starfsmenn sveitarfélagsins
Matthildur Ásmundardóttir gerði grein fyrir að leigumarkaður í sveitarfélaginu er af skornum skammti og hefur verið erfitt að fá starfsfólk af þeim sökum. Reglurnar hafa það að markmiði að styrkja starfsfólk fyrsta árið við greiðslu á leigu og auðvelda því flutninga.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi reglur um styrk til húsaleigu fyrir starfsmenn sveitarfélagsins.
Sæmundur Helgason tók til máls og lagði fram tillögu um að fresta afgreiðslu málsins.
Til andsvars Ásgerður Gylfadóttir, sagðist ekki vera á móti því að fresta afgreiðslu málsins.
Til andsvars Matthildur Ásmundardóttir.
Til máls tók Sæmundur Helgason.
Forseti bar tillöguna Sæmundar um að fresta málinu til næsta fundar, til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Reglur um húsaleigu starfsmanna_2019
11. 201808071 - Deiliskipulag: Virkjun í Birnudal
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá tillögu að deiliskipulagi vegna Birnudalsvirkjunar. Stefnt er að því að reisa vatnsaflsvirkjun í Birnudal í landi Kálfafellsstaðar í Suðursveit. Virkja á ána Birnuá sem á upptök sín innst í Birnudal og liggur eftir miðjum dalnum. Birnuá er dragá og vatnasvið hennar er u.þ.b. 4km². Lengd árinnar frá efstu drögum þar til hún fellur í Staðará eru u.þ.b. 3,5 km. Rennsli árinnar er nokkuð stöðugt samkvæmt mælingum er lágmarksrennsli hennar um 300 l/s.
Lagði til að bæjarstjórn samþykki að vísa deiliskipulagstillögunni í lögformlegt ferli skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Birnárvirkjun deiliskipulagstillaga 18112018.pdf
Virkjun í Birnudal skipulagstillaga 09072018.pdf
12. 1903023 - Deiliskipulag Svínafell 2 - Víðihlíð
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá umsókn Kristins Más Ingvarsonar um að hefja deiliskipulagsvinnu við Svínafell 2 í Öræfum skv. fyrirliggjandi teikningum. Áform eru um að reisa frístundahús og gestahús ásamt því að endurbyggja torfbæ sem stóð á Hnappavöllum í Öræfum með tilheyrandi skemmum og útihúsi í líkingu við gamla Hnappavallabæinn.
Lagði til að bæjarstjórn heimili vinnu við deiliskipulag á svæðinu skv. 40. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
13. 201901124 - Ósk um nýtt örnefni: Heinabergslón og Hoffellslón
Örnefnanefnd samþykkti ný örnefni fyrir Hoffellslón og Heinabergslón.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki ný örnefni á Hoffellslón og Heinabergslón og vísi þeim til staðfestingar mennta- og menningarmálaráðherra.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Umsögn um tillögu að nafni á nýju lóni við Hoffelsjökul
Umsögn um tillögu að nafni á nýju lóni við Heinabergsjökul
14. 201903127 - Framkvæmdaleyfisumsókn: Stofnæð hitaveitu frá Hoffelli að Höfn
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki umsókn Rarik til lagningar stofnæðar frá Hoffelli að Höfn og að framkvæmdaleyfi verði gefið út þegar aðal- og deiliskipulagsbreytingar fyrir svæðið verða samþykktar.
Björgvin Óskar Sigurjónsson tók til máls.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
umsókn um framkvæmdaleyfi.pdf
Hoffel_Höfn_lagnaleið stofnpípu.pdf
15. 201806011 - Kosning í bæjarráð
Forseti tilkynnti að Ásgerður Gylfadóttir kemur úr leyfi og mun stíga aftur inn í bæjarráð.
Ásgrímur Ingólfsson verður 1. varamaður og Björgvin Óskar Sigurjónsson verður 1. varamaður
16. 201809020 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri greindi frá störfum sínum sl. mánuð.
Skýrsla bæjarstjóra_11.4.19.pdf
17. 201801024 - Fyrirspurnir: bæjarstjórn 2019
Engar fyrirspurnir bárust.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta