Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 1

Haldinn í ráðhúsi,
05.06.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson, Finnur Smári Torfason, Erla Rún Guðmundsdóttir, Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir, Sæmundur Helgason, Gunnlaugur Róbertsson, .

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna til starfa í Umhverfis- og Skipulagsnefnd. Formaður lagði til að næsti fundur Umhveris- og Skipulagsnefndar yrði haldinn þann 14. ágúst.
Sæmundur lagði til að auglýst verði eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna samkvæmt reglum um umhverfisviðurkenningu Sveitarfélagsins Hornafjarðar.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201902033 - Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar
Erindisbréf Umhverfis- og Skipulagsnefndar lagt fram.
Erindisbréf lagt fram til kynningar.
Sæmundur gerir athugasemd við að í erindisbréfi er sagt að starfsmaður nefndar sé yfirmaður umhverfis- og skipulagsmála. Í skipuriti sveitarfélagins er það starfsheiti ekki til og annað hvort þarf að breyta starfsheitinu í erindibréfinu eða breyta/uppfæra starfsheiti starfsmanns. Að óbreyttu getur það, að mati Sæmundar, valdið því að hægt verði að kasta rýrð á trúverðuleika nefndarinnar og embættisfærslur hennar.
2. 201903009 - Aðalskipulagsbreyting Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Aðalskipulagsbreyting Jökulsárlón á Breiðamerkursandi tekin fyrir. Breytingin felst í að breyta skipulagsuppdráttum fyrir Öræfi og Suðursveit, ásamt skipulagsuppdrætti fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Einnig munu verða breytingar á skilmálum vegna framkvæmda innan stækkaðs svæðis í samræmi við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og send til athugunar Skiplagsstofnunar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðun vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbreyting Jökulsárlón á Breiðamerkursandi_uppdrættir og greinargerð_20190603.pdf
3. 201901123 - Deiliskipulag Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Deiliskipulagstillaga Jökulsárlón á Breiðamerkursandi lögð fram til kynningar.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd vísar tillögunni til áframhaldandi vinnu.
4. 201809084 - Aðalskipulagsbreyting: Þétting byggðar á Höfn
Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar, Þétting byggðar í Innbæ tekin fyrir. Breytingin felur í sér að opnu svæði verði breytt í íbúðarsvæði við Silfurbraut og Hvannabraut.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til að lýsing á aðalskipulagsbreytingu verði samþykkt og hún kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
5. 1904046 - Ósk um aðalskipulagsbreytingu, göngustígur um Ölduslóð
Ósk um aðalskipulagsbreytingu Göngustígur við Ölduslóð tekin fyrir. Verkefnið felur í sér uppbyggingu göngustígs um Ölduslóð í Freysnesi.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd telur framkvæmdina stuðla að minna raski og draga úr náttúruspjöllum. Fyrirhugaður göngustígur mun stýra umferð um svæðið og stuðla að upplýsingagjöf. Veðurstofan hefur veitt umsögn um umrædda framkvæmd en Veðurstofan bendir á að ef hættumerki sjást þá getur komið til lokunar svæðisins, þar á meðal fyrirhugaðra stíga og útsýnispalls. Lokun getur varað í langan tíma. Í ljósi þess að umræddur stígur er ekki stofnstígur telur Umhverfis- og Skipulagsnefnd ekki þörf á breytingu á aðalskipulagi.
6. 201905042 - Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku í árfarvegi Kvíár
Aðalskpulagsbreyting efnistaka í Kvíá tekin fyrir. Breytingin felur í sér að heimila allt að 15.000 m³ efnistöku í vestari hluta Kvíár. Umhverfis- og Skipulagsnefnd telur efnistöku neðan brúar hafa óveruleg áhrif á umhverfið þar sem áin verði færð í svörð að efnistöku lokinni. Samkvæmt viðauka 2.04 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 fellur efnistakan í flokk C og því ekki háð umhverfismati.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt og auglýst skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbreyting, efnistaka í Kvíá. Uppdráttur og greinargerð 20190603
7. 1905004 - Deiliskipulag: Seljavellir 2
Ósk um að hefja vinnu við deiliskipulag að Seljavöllum II lögð fram. Seljavellir eru skv. Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 staðsettir á Verslun- og þjónustu reit en um hann segir í greinargerð, "Seljavellir: Ferðaþjónusta, gisting og greiðasala. Uppbygging vegna hennar skal heimil skv. deiliskipulagi. Allt að 20 gistirými. 1,5 ha."
Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til að heimila vinnu við deiliskpulag skv. 40.- 42. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8. 1808052 - Deiliskipulag Seljavellir III
Tillaga að deiliskipulagi Seljavöllum III tekin fyrir. Markmið deiliskipulagsins er að styrkja frekari uppbyggingu og framtíðarbúsetu á Seljavöllum III, með því að; heimila uppbyggingu gistiþjónustu og búsetúrræða fyrir vinnuafl á bænum og bæjunum í kring, heimila stækkun núverandi atvinnuhúsnæðis, heimila fjölgun einbýlishúsa og heimila skógrækt.
Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulag Seljavellir III uppdráttur og greinargerð
9. 201804002 - Deiliskipulag: Hitaveita á Hornafirði
Tillaga að nýju deiliskipulagi vegna hitaveitu í Hornafirði tekin fyrir. Tillagan hefur hlotið afgreiðslu sveitastjórnar og búið er að bregðast við innsendum athugasemdum. Breytingar að lokinni auglýsingu voru gerðar þar sem leyfilegu byggingarmagni var breytt.
Mannvirki að Hoffelli verða að hámarki 40,0 m² í stað 20,0 m² og hámarkshæð 4,50 m í stað 3,00 m. Þá verður aðaldælustöð að Hoffelli að hámarki 245,0 m² í stað 220 m² og hámarkshæð 7,30 í stað 4,00 m. Hæð forðageymis frá gólfkóta tæknirýmis megi verður a.m.k. 9,70 m í stað 8,00 m. Þrýstiskerpistöð að Stapa verður að hámarki 160,0 m² í stað 120,0 m² og hámarkshæð húss 6,40 m í stað 4,00 m. Breytingarnar hafa verðið kynntar nánustu grennd en engar athugasemdir voru gerðar.

Umhverfis- og Skipulagsnefnd telur breytingarnar óverulegar og leggur til að uppfærður uppdráttur verði sendur til Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Deiliskipulag-hitaveita í Hoffelli-uppdráttur-20190603.pdf
Deiliskipulag-hitaveita í Hoffelli-greinargerð-20190603.pdf
10. 201904119 - Fyrispurn um skipulag á Leirunni
Erindi vegna skipulags á Hagaleiru 1-11 tekin fyrir. Í erindinu er lagt til að Hagaleira 1-9 verði skilgreind sem einnar hæðar í stað tveggja.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd felur starfsmanni að vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
11. 201903111 - Framkvæmdaleyfi: Brú yfir Kvíá
Framkvæmdaleyfisumsókn vegna nýrrar brúar yfir Kvíá tekin fyrir. Um er að ræða 900 m nýbyggingu, þar sem byggð verður ný 32 m löng tvíbreið brú í einu hafi ásamt um 520 m nýjum vegi í landi Kvískers og um 380 m nýjum vegi í landi Hnappavalla. Samkvæmt viðauka 10.10 í lögum um mat á umhverfisáhrifum fellur framkvæmdin í umhverfismatsflokk C og er því ekki háð umhverfismati. Leita verður umsagna hjá Orkustofnun og Fiskistofu áður en framkvæmdir hefjast.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til að gefið verði út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
12. 1905098 - Framkvæmdaleyfi: Ölduslóð
Framkvæmdaleyfisumsókn vegna göngustígsins Ölduslóð í Freysnes tekin fyrir. Verkefnið felur í sér um 4 km göngustíg ásamt útsýnispalli.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd felur starfsmanni að gefa út framkvæmdaleyfi.
13. 201904018 - Tilkynning um framkvæmd: Stafafellsfjöll lóð nr. 12: gestahús
Áform um byggingu gestahúss á lóð nr. 12 í stafafellsfjöllum tekin fyrir. Áform eru að byggja 35 m² hús á lóðinni en skv. deiliskipulagi er heimilt að byggja allt að 30 m² gestahús.
Grenndarkynning hefur farið fram skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga, engar athugasemdir bárust. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
14. 1905005 - Leiksvæði fyrir börn, samkomusvæði fyrir fjölskyldur
Erindi vegna leiksvæða fyrir börn tekið fyrir.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd þakkar fyrir erindið, hafin er vinna við uppsetningu á borð/bekkjum á tveimur leiksvæðum innan Hafnar. Yfirstandi er skoðunarkönnun vegna sjálfbærra bæja og mun þeirri vinnu ljúka þann 10. júní. Í könnuninni er m.a. spurt um leiksvæði innan þéttbýlis Hafnar. Umhverfis- og Skipulagsnefnd hvetur íbúa til þátttöku í könnuninni.
15. 201905071 - Niðurstöður á neysluvatni
Niðurstöður mælinga á neysluvatni lagðar fram.
Samkvæmt niðurstöðum stenst sýnatakan gæðakröfur skv. reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001.
16. 201905078 - Niðurstöður: Sýnataka í Lóni urðunarstaður
Niðurstöður vegna sýnatöku á fráveituvatni frá urðunarstað í Lóni lagðar fram.
Engar meiriháttar breytingar hafa átt sér stað frá fyrri mælingum. Umhverfis- og Skipulagsnefnd felur starfsmanni að koma á samráðsfundi með HAUST og UST varðandi urðunarstað í Lóni.
17. 201905015 - Niðurstöður mælinga á fráveituvatni í Nesjum
Niðurstöður mælinga á fráveituvatni í hreinsivirki í Nesjum lagðar fram.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd tekur undir að fest verði kaup á ljósabúnaði til að bæta niðurstöður mælinga.
18. 201905067 - Ályktun um refaveiðar - Búnaðarsamband Austur- Skaftafellssýslu
Ályktun Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga vegna refaveiða lögð fram. Í ályktuninni er skorað á sveitarfélagið að endrskoða og yfirfara refaveiðar í sýslunni.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd felur starfsmanni að afla frekari upplýsinga og málinu frestað til næsta fundar.
19. 201710057 - Ingólfshöfði: stjórnunar -og verndaráætlun
Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið í Ingólfshöfða lögð fram.
Skilgreining á vegi niður að Ingólfshöfða vísað í vinnu við framtíðarheildarendurskoðun Aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið í Ingólfshöfða.pdf
20. 201709215 - Grenndarstöðvar í dreifbýli
Minnisblað vegna grenndarstöðva í dreifbýli lagt fram.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd felur starfsmanni að koma með tillögu að lausn vegna grenndarstöðva í dreifbýli. Málinu vísað til frekari vinnu.
21. 201906005 - Lífrænn úrgangur
Niðurstöður úr könnun á söfnun og urðun á lífrænum útgangi frá matvælafyrirtækjum á Höfn lagðar fram en könnunin var unnin af Ungmennaráði Hornafjarðar. Samkvæmt niðurstöðum könnunar flokkar meirihluti fyrirtækja á Höfn plast og pappa og um þriðjungur fyrirtækja flokkar lífrænan úrgang. Rekstraraðilar matvælafyrirtækja voru allir sammála því að mikilvægt sé að fyrirtæki tileinki sér flokkunarleiðir við losun sorps/úrgangs.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd fagnar frumkvæði Ungmennaráðs og felur starfsmanni að vinna áfram í málinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta