Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 57

Haldinn í ráðhúsi,
19.06.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Íris Heiður Jóhannsdóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Nejra Mesetovic aðalmaður,
Þóra Björg Gísladóttir aðalmaður,
Ragnar Logi Björnsson aðalmaður,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Ragnhildur Jónsdóttir .
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
11. 1906002F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 44
Fundargerð Ungmennaráðs lögð fram til kynningar.
Almenn mál
1. 201906017 - Skýrsla tómstundafulltrúa 2019
Herdís fór yfir skýrslu tómstundafulltrúa.
Skýrsla tómstundafulltrúa veturinn 2018.pdf
 
Gestir
Herdís I. Waage tómstundafulltrúi
2. 201906038 - Leikskóli: Reglur um forgang barna starfsmanna
Gildistími reglna um forgang og afslátt starfsmanna á leikskólavist fyrir börn þeirra gilda ekki lengur. Maríanna fór yfir kosti og galla um forgang starfsmannabarna. Fræðslu- og tómstundanefnd leggur til að gildistími reglnanna verði framlengdur til 30. sept. n.k. og timinn fram að því nýttur til að skoða aðrar leiðir.
Reglur um breytingar á gjaldskrá júní 2016.pdf
 
Gestir
Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri, Svava Kristín Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Guðrún Einarsdóttir fulltrúi foreldra sátu undir þessum lið.
3. 201812035 - Hreyfing á vinnutíma
Grunnskóli Hornafjarðar hóf tilraunaverkefnið "Hreyfing á vinnutíma" í febrúar og lauk því nú í maí.

Mat starfsmanna GH vegna þátttöku í Hreyfistund á vinnutíma er það að verkefnið virkaði hvetjandi, fólk fór að hreyfa sig sem hafði ekki farið í það utan vinnu, líðan varð betri andleg og líkamleg. Fólk upplifði meiri jákvæðni gagnvart vinnunni og einnig að samstarfsfélagar urðu ánægðari og orkumeiri. Fræðslu- og tómstundanefnd mælir eindregið með því að verkefninu verði haldið áfram næsta skólaár og að fylgst verði með árangri sem kynntur verði nefndinni vorið 2020.
Niðurstöður úr heilsukönnun 2. .pdf
Hreyfing á vinnutíma, bréf til bæjarstjórnar.pdf
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri, Herdís Tryggvadóttir fulltrúi kennara og Kristín Hermannsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir liðum 3-8
4. 201905056 - Kennslustundamagn 2019-2020
Fjöldi kennslustunda er áætlaður 693 kennslustund á viku. Nemendum fjölgar úr 238 í 251 næsta skólaár. Bekkjardeildum fjölgar um eina þar sem 1. bekk (33 nem) verður skipt en útskriftarárgangurinn var í einni bekkjardeild. Nefndin samþykkir áætlað kennslustundamagn fyrir næsta skólaár.
Reglur um kennslustundamagn.pdf
Minnisblað um kennslustundamagn.pdf
5. 201903070 - Samræmd próf 2018-2019
Farið var yfir niðurstöður samræmdra prófa í 4., 7. og 9. bekk sl. skólaár.
6. 201906030 - Skólavogin: Nemendakönnun 6.-10.b vor 2019
Farið var yfir niðurstöður könnunarinnar. Rætt var um fjarvistir nemenda, fram kom að um 30% nemenda var frá námi 18 daga eða meira sem er 10% af skóladögum. Umræður urðu um áhrif mikilla fjarvista t.d. á líðan í skóla og virkni í námi.
Nemendakönnun 6.-10.b pdf.pdf
7. 201906031 - Rannsóknir&greining: Ungt fólk 2019, 5.-7. bekkur
Farið var yfir niðurstöður skýrslunnar og þær ræddar. Þar kom m.a. fram að ánægja af lestri er mest í 6.-8. bekk, trú á eigin vinnubrögð og námsgetur hefur vaxið og almennt líður nemendum vel í skólanum, samband þeirra við kennara er almennt gott og hreyfing meðal nemenda er meðal þess sem hæst gerist á landinu.
Hornafjörður.pdf
8. 201903067 - Grunnskóli Hornafjarðar: Húsnæði Kátakots
Bókun bæjarráðs frá 11.06. s.l: 201903067 - Grunnskóli Hornafjarðar: Húsnæði Kátakots
Bæjarráð samþykkir að fjölga starfsmönnum, samkvæmt mati stjórnenda, í Kátakoti á næsta skólaári í stað þess að bæta við bráðabirgðahúsnæði. Starfsmönnum falið að vinna að því viðhaldi sem húsnæðið þarfnast. Bæjarráð hvetur til samstarfs við Umf.Sindra varðandi starfsemina.



Umræður urðu um málið. Fræðslu- og tómstundanefnd fagnar ákvörðun bæjarráðs í málinu en leggur áherslu á að vinna þarf að framtíðarlausn í húsnæðisvanda Kátakots.
9. 201802105 - Hönnun: Víkurbraut 24 húsnæði málefna fatlaðs fólks
Í tengslum við flutning félagsþjónustunnar í húsnæðið að Víkurbraut 24 hefur sú hugmynd verið reifuð að sameina fræðslu- og félagssvið undir einn hatt og stofna Fjölskylduþjónustu Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þessi leið hefur víða verið farin til að efla samstarf þessara sviða ásamt heilbrigðisþjónustu til að byggja upp þverfaglega og heildstæða þjónustu við fjölskyldur og skóla.

Skúli I. Þórarinsson félagsmálafulltrúi fór yfir greinargerð um málið. Fræðslu- og tómstundanefnd líst vel á framkomnar hugmyndir.
10. 201906013 - Umf. Sindri: Erindi vegna þjónustusamnings
Fyrir dyrum stendur að gera nýjan samning við Umf. Sindra.

Farið var yfir erindi Umf. Sindra. Umræður sköpuðust um kostnað, fjölda iðkenda í greinum, kostnað við starf framkvæmdastjóra félagsins og hlutdeild sveitarfélagsins í þeim kostnaði. Fram kom að unnið verður að samningsgerðinni eftir sumarfrí og samhliða vinnu við fjárhagsáætlun.
12. 201905075 - UNICEF: Verklag um ofbeldi og vanrækslu fyrir stofnanir sem starfa með börnum.
UNICEF hvetur öll sveitarfélög til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, ef upp kemur grunur um ofbeldi og vanrækslu hjá stofnunum sem starfa með börnum. Fræðslustjóri upplýsti að vinna við slíkt verklag er hafin og áætlað er að ljúka henni næsta haust.
Bæjarráð Sveitafélags Hornafjarðar.pdf
13. 201906037 - Hofgarður: Húsnæði leikskóla
Vinnueftirlitið gerir athugasemdir við starfsmannaaðstöðu í leikskólanum í Hofgarði og við það að starfsmenn þurfi að fara út úr leikskólanum og inn í annan hluta húsnæðisins Hofgarðs til að nota almenna starfsmannaaðstöðu. Skoðaðar voru teikningar frá árinu 2015 af leikskólanum, sem gera ráð fyrir að opnað sé þaðan inn í grunnskólann og annað rými í Hofgarði. Fræðslu- og tómstundanefnd hvetur til þess að fyrirliggjandi teikningar verði kynntar stjórnendum og starfsmönnum í Hofgarði og málið tekið upp að nýju á fundi nefndarinnar í ágúst.
14. 201906035 - Frístundastarf barna og ungmenna
Umræður urðu um skipulag frístundastarfs, ekki síst á sumrin fyrir börn í 4. - 6. bekk. Fræðslu- og tómstundanefnd hvetur til þess að auglýst verði sem fyrst eftir starfsmanni í Þrykkjuna og til fleiri verkefna á frístundasviði fyrir næsta skólaár. Nefndin álítur að auka þurfi starfshlutfall og halda úti starfi lengur en níu mánuði.
15. 201805064 - Læsisstefna Sveitarfélagsis Hornafjarðar
Lokadrög að læsisstefnu sveitarfélagsins "Læsi allt lífið" voru lögð fram til kynningar og umræðu. Fræðslu- og tómstundanefnd lýsir ánægju með stefnuna og þakkar þeim Gunnhildi Gísladóttur og Þóru Jónu Jónsdóttur sem unnu hana fyrir góða vinnu. Nefndarmönnum falið að koma með ábendingar og athugasemdir á fundi 21. ágúst n.k. Fræðslu- og tómstundanefnd vísar stefnunni til umsagnar annarra nefnda sveitarfélagsins ásamt Ungmennaráði. Stefnunni er einnig vísað til leik- og grunnskóla sveitarfélagsins til umsagnar.
Læsi allt lífið 18.júní 2019, loka.pdf
16. 201906016 - Ársskýrsla fræðslustjóra
Fræðslustjóri lagði fram til umræðu skýrslu sína fyrir skólaárið 2018-2019.
Ársskýrsla fræðslustjóra 2019.pdf
17. 201906036 - Tónskólinn: Skóladagatal 2019-2020
Fræðslu- og tómstundanefnd samþykkir skóladagatal Tónskólans fyrir skólaárið 2019-2020.
Skoladagatal tónó-2019-2020 (02).pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15 

Til baka Prenta