Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 903

Haldinn í ráðhúsi,
03.06.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Ásgrímur Ingólfsson 2. varamaður,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1905015F - Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 49
Fundargerð samþykkt.
Rætt um málþing um stöðu eldri borgara og sálfræðiþjónustu í sveitarfélaginu. Niðurstöður dómnefndar úr hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Hornafirði verða kynntar með athöfn þann 20. júní næstkomandi.
2. 1905013F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 217
Fundargerð samþykkt.
3. 1905009F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 1
Bæjarráð felur starfsmönnum að fylgja eftir bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar varðandi Miklagarð og kanna verð í brunavarnir samkvæmt ráðleggingum arkitekta.
Almenn mál
4. 201805097 - Ósk eftir viðræðum um vatnstankinn á Fiskhól
Magnús og Ragnar sögðu frá hugmyndum sínum um hugsanlega nýtingu Vatnstanksins á Fiskhól. Farið yfir aðgengismál, skipulag o.fl.
 
Gestir
Magnús Guðjónsson
Ragnar Pétursson
5. 201905079 - Ráðning mannauðs- og gæðastjóra
Sverrir Hjálmarsson hefur verið ráðinn sem mannauðs- og gæðastjóri til Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Hann mun hefja störf 11. júní næstkomandi. Bæjarráð fagnar ráðningunni og býður Sverri velkominn til starfa.
6. 201905105 - Staða slökkvistjóra
Steinþór Hafsteinsson hefur sagt upp starfi sínu sem slökkvistjóri sökum aldurs. Bæjarstjóra falið að undirbúa auglýsingu í samráði við bæjarráð.
7. 201903086 - Götulýsing Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Bæjarstjóri sagði frá fundi með Rarik vegna mögulegra samninga um yfirtöku á götulýsingu í sveitarfélaginu.
8. 201905103 - Ársskýrsla HAUST 2019
Lagt fram til kynningar.
Arsskyrsla_HAUST_2018.pdf
9. 201901131 - Seljavellir gistihús: umsögn um útgáfu leyfa
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn.
10. 201902122 - Fundargerðir stjórnar Nýheima
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10 

Til baka Prenta