Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 44

Haldinn í ráðhúsi,
12.06.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Arndís Ósk Magnúsdóttir ,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir ,
Ingunn Ósk Grétarsdóttir ,
Íris Mist Björnsdóttir ,
Sóley Lóa Eymundsdóttir ,
Salvör Dalla Hjaltadóttir ,
Herdís Ingólfsdóttir Waage .
Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201905026 - Ungmennaþing 2019
Ungmennaþing í september 2019.

Ungmennaráð stendur fyrir ungmennaþingi í september n.k. Undirbúningur er hafinn við að finna fyrirlesara og koma með hugmyndir af málstofum. Vinnan gengur vel og hlökkum við til að halda þetta ungmennaþing sem verður með öðru sniði en síðustu ár.
2. 201904004 - Youth summit 2019
Youth summit 2019

Ungmennaráð hafði hug á að senda 2-4 fulltrúa á vinnustofu Youth summit 2019 í Sønderborg í Danmörku dagana 5.-8. ágúst 2019. Því miður verður ekkert af fyrihugaðri ferð til Danmerkur vegna ýmissa ástæðna.
3. 201903040 - Jafningjafræðarar námskeið
Fyrirhuguð endurnýjun jafningjafræðara á Höfn

Ungmennaráð telur að gott yrði að yngja upp í jafningjafræðara hópnum hér á Höfn. Starfsmanni falið að tala við verkefnastjóra félagslífs í FAS til að vinna saman að því að fá námskeið hér í haust hvort sem það yrði frá einstaklingum á Höfn eða kannaður möguleiki á leiðbeinendum frá Hinu húsinu.
4. 201902062 - Humarhátíð 2019
Humarhátíðarnefnd hefur beðið ungmennaráð að setja saman leikjadagskrá líkt og þau gerðu í fyrra á Humarhátíð. Ungmennaráð þakkar Humarhátíðarnefndinni fyrir boðið og að sjálfsögðu tökum við þátt með eitthvað húllumhæ.
5. 201906022 - Átak í ofbeldi gegn börnum
Ungmennaráð skorar á sveitarfélagið Hornafjörð að svara kalli Unicef í sambandi við skýra viðbragðsáætlun um ofbeldi gegn börnum

Unicef á Íslandi hafa sent ákall á öll 72 sveitarfélög landsins þar sem þeir biðja um skýra viðbragðsáætlun um ofbeldi gegn börnum. Rúmlega 60 sveitarfélög hafa ekki svarað kallinu. Ungmennaráð hvetur Sveitarfélagið Hornafjörð til að svara kalli Unicef hið fyrsta ef þeir hafi ekki þegar gert það.
6. 201902023 - Önnur mál ungmennaráðs
Ekki var mikið rætt undir liðnum önnur mál ungmennaráðs. Þó skapaðist nokkur umræða um fyrirhugaðar forsetakosningar næsta ár ef einhverjir kandidatar bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Það kallar á skuggakosningar ungmennaráðs... :)
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta