Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 905

Haldinn í ráðhúsi,
24.06.2019 og hófst hann kl. 10:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Björgvin Óskar Sigurjónsson 1. varamaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1905016F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 57
12. liður Verklag um ofbeldi og vanrækslu fyrir stofnanir sem starfa með börnum.
Fræðslustjóri upplýsti að vinna við slíkt verklag er hafin og áætlað er að ljúka henni næsta haust.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri sat fundinn einnig undir liðum 5-8
2. 1906005F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 2
Fundargerð samþykkt.
3. 1906003F - Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 309
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
4. 201806073 - Veitingasala í Nýheimum 2018-2019
Bæjarráð samþykkir að styrkja veitingasölu FAS í Nýheimum um 750 þúsund kr. fyrir vorönn 2019, jafnframt um 750 þúsund fyrir hvora önn næsta skólaár.
Fjármagn tekið af óráðstöfuðu.
 
Gestir
Eyjólfur Guðmundsson skólameistari FAS
5. 201906055 - Ósk um aukafjárveitingu vegna smíðastofu
Bæjarráð óskar eftir að fjármálastjóri setji upp drög að viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við kaup á búnaði í smíðastofu ásamt uppsetningu.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar
6. 201906037 - Hofgarður: Húsnæði leikskóla
Vinnueftirlitið gerir athugasemdir við starfsmannaaðstöðu í leikskólanum í Hofgarði.

Umræður um nýtingu og framtíðarskipulag í Hofgarði.
Vísað til skoðunar hjá starfsmönnum.
7. 201906038 - Leikskóli: Reglur um forgang barna starfsmanna
Umræður um reglur um forgang starfsmanna, starfsmanni falið að endurskoða reglurnar.

8. 201606012 - Aðgerðir til að manna leikskólana
Reglur um afslátt til starfsmanna runnu út í vor bæjarráð samþykkir að framlengja reglurnar til 30. september 2019.
Starfsmanni falið að vinna áfram að málinu.
9. 201906035 - Frístundastarf barna og ungmenna
Fræðslu- og tómstundanefnd álítur að auka þurfi starfshlutfall og halda úti starfi félagsmiðstöðvar lengur en níu mánuði.



Bæjarráð felur fræðslustjóra að útfæra starf- og starfshlutfall starfsmanns félagsmiðstöðvar með það að markmiði að auglýsa heils árs starf fyrir næsta haust.
10. 201905085 - Álaleira hönnun
Starfsmanni falið fullvinna teikningu og vinna að kostnaðaráætlun.
11. 201904032 - Reglur um styrk til húsaleigu fyrir starfsmenn sveitarfélagsins
Bæjarráð samþykkir reglur um húsaleigu fyrir starfsmenn sveitarfélagsins.*
12. 201904119 - Fyrispurn um skipulag á Leirunni
Erindi vegna skipulags á Hagaleiru 1-11 tekin fyrir. Í erindinu er lagt til að Hagaleira 1-9 verði skilgreind sem einnar hæðar í stað tveggja.


Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.*
13. 201905106 - Landskipti: Árnanes: Árnanes 5B
Matthildur vék af fundi undir þessum lið.
Erindi frá landeigendum Árnanes ehf þar sem óskað er eftir landskiptum á jörðinni Árnanes 5 B úr landi Árnanes 5.


Árnanes ehf kt. 670510-0420 er eigandi af Árnanes 5 lóðirnar Árnanesi 5A
og Árnanesi 5B eiga uppruna sinn í Árnanesi 5 og eru einnig í eigu Árnaness ehf. Bæjarráð samþykkir landskipti skv. uppdrætti á lóðinni Árnanes 5B, fasteignanúmer F2505155 og landeignanúmer L228591 en upprunaland lóðarinnar er jörðin Árnanes 5 fasteignanúmer F2277844.*
14. 201904112 - Byggingarleyfisumsókn: Bæjarhóll í Árnanesi - einbýlishús
Björgvin vék af fundi undir þessum lið. Grenndarkynning vegna fyrirhugaðrar byggingar á Bæjarhóli Árnanesi hefur farið fram og engar athugasemdir bárust.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi grendarkynningu skv. 13. gr. skipulagslaga.*
15. 201709114 - Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Bæjarráð samþykkir húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar.*
16. 201906019 - Umsögn um útgáfu leyfa: Knattspyrnudeild Humarhátíð
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar UMF Sindra um tímabundið tækifærisleyfi til áfengisveitinga í íþróttahúsinu.

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hefur nú þegar afgreitt umsögnina í tölvupósti.
17. 201906041 - Umsögn um útgáfu leyfa: Humarhátíð /grænt svæði við íþróttahús
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Humarhátíðarnefndar um tímabundið tækifærisleyfi til áfengisveitinga á hátíðarsvæði Humarhátíðar.


Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hefur nú þegar afgreitt umsögnina í tölvupósti.
18. 201906029 - Umsögn um útgáfu leyfa: Ungmennafélagið Sindri útitjald Humarhátíð
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar UMF Sindra um tímabundið tækifærisleyfi til áfengisveitinga í tjaldi hátíðarsvæði Humarhátíðar.


Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hefur nú þegar afgreitt leyfið í tölvupósti.
19. 201906048 - Umsögn um útgáfu leyfa: Karlakórinn Jökull Humarhátíð
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Karlakórsins Jökuls um tímabundið tækifærisleyfi til áfengisveitinga og dansleik á Humarhátíð í Sindrabæ.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
20. 201906049 - Umsögn um útgáfu leyfa: Tulinius ehf hátíðarsvæði Humarhátíð
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Tulinius ehf um tímabundið tækifærisleyfi til áfengisveitinga á hátíðarsvæði Humarhátíðar.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
21. 201905094 - Umsögn um útgáfu leyfa: Lónið Apartments
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna rekstarleyfi fyrir gistingu í flokki II fyrir íbúðir að Vesturbraut 4 Lónið Apartment ehf.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.
22. 201906025 - Boðun á aukalandsþing 6.sept 2019
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boða er til aukalandsþing 6. september.

Lagt fram til kynningar. Fulltrúar sveitarfélagsins ásamt bæjarstjóra eru Ásgerður K. Gylfadóttir og Páll Róbert Matthíasson.
23. 201801057 - Fundargerðir stjórnar SASS
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
*skv. 32. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar kemur fram að, "meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella" og fer með fullnaðarákvörðun bæjarstjórnar skv. 263 fundi bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til baka Prenta