Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 912

Haldinn í ráðhúsi,
10.09.2019 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Erla Þórhallsdóttir varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, Upplýsinga- og umhverfisfulltrú


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1909003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 3
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri sat fundinn undir liðum 1-7.
2. 1909002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 4
Umræður um framtíðaríbúðabyggð og þjóðveg í þéttbýli.
Fundargerðin samþykkt.
Almenn mál
4. 201905105 - Staða slökkvisliðsstjóra
Steinþór Hafsteinsson sem starfað hefur hjá Slökkviliði Hornafjarðar í 50 ár þar af verið slökkviliðsstjóri í 40 ár, hann sagði upp starfi sínu sem slökkviliðsstjóri í júlí.
Staða slökkviliðsstjóra var auglýst og var umsóknafrestur til 22. júlí.


Borgþór Freysteinsson var ráðin sem slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Hornafjarðar.
Bæjarráð býður Borgþór velkominn til starfa sem slökkviliðsstjóri og þakkar jafnframt Steinþóri Hafsteinssyni fyrir vel unnin og farsæl störf í starfi slökkviliðsstjóra.
5. 201909010 - Umsókn um lóð: Víkurbraut 27
Erindi frá Snorra Snorrasyni þar sem óskað er eftir lóð að Víkurbraut 27 fyrir óstofnað einkahlutafélag.

Bæjarráð mælir með lóðarúthlutuninni og vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.
6. 201908026 - Umsókn um lóð Krosseyjarvegur 21-23
Umsókn frá Jökulfelli ehf. þar sem óskað er eftir lóðunum að Krosseyrjarvegi 21-23.


Bæjarráð mælir með lóðarúthlutuninni og vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.
7. 201909013 - Samstarf sveitarfélaga um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna
Erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 5. sept. þar sem sveitarfélagið er hvatt til að samþykkja yfirlýsingu sveitarfélagsins um þátttöku í samstarf sveitarfélaga með stofnun samstarfsvettvangs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga með stofnun samstarfsvettvangs um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.pdf
8. 201909008 - Jafnlaunavottun
Erindi dags. 15. júlí frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sambandið hvetur sveitarfélög til að hafa lögbundinn frest í huga við skipulag innleiðingar jafnlaunavottunar. Sveitarfélögum er gert að ljúka jafnlaunavottun fyrir 31. des. 2019

Mannauðsstjóra falið að vinna að verkáætlun um innleiðingu jafnlaunavottunar.
Jafnlaunavottun sveitarfélaga.pdf
Jafnlaunavottun.pdf
9. 201909006 - Jafnréttisviðurkenning: Óskað eftir tilnefningum
Erindi frá Jafnréttisráði þar sem óskað er eftir tilnefningum til Jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs
fyrir árið 2019.


Lagt fram til kynningar.
Jafnrettisvidurkenning_A4.pdf
10. 201907072 - Kvörtun v.meintrar ólögmætrar stjórnsýslu
Lagt fram leiðrétt skjal sem sent var til ráðuneytisins eftir bæjarstjórnarfundinn í ágúst ásamt svari sveitarfélagsins um afgreiðslu málsins.

Lagt fram til kynningar.
Svarbréf v.kvörtun til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis_leiðrétt skjal.pdf
11. 201909012 - Fjárhagsáætlun 2020
Dagskrá fjárhagsáætlunar 2019 lögð fram til kynningar.
12. 201909016 - Til umsagnar: Reglur Jöfnunarsjóðs
Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn um drög að nýjum reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.
13. 201907087 - Samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði
Tillögur að leiðum um áframhaldandi heilbrigðisþjónustu á Hornafirði lagðar fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45 

Til baka Prenta