Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 265

Haldinn í ráðhúsi,
11.09.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Erla Þórhallsdóttir 1. varaforseti,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson 2. varaforseti,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Kristján Sigurður Guðnason 1. varamaður,
Stefanía Anna Sigurjónsdóttir 1. varamaður,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1908006F - Bæjarráð Hornafjarðar - 910
Undir lið 5. um skólaakstur í Öræfum samningur við 785 FHM er röng bókun þar er bókað að fræðslustjóra sé falið að gera viðauka við samninginn vegna auka akstur sem ekki var gert ráð fyrir. Bókunin átti við lið nr. 4. skólaakstur samningur við Fallastakk viðauki vegna auka aksturs 80 km á dag.

Óskað er eftir að bæjarstjórn samþykki að fræðslustjóra sé falið að gera viðauka við samning við Fallastakk um skólaakstur jafnframt falli bókun við mál nr. 201904055 niður um viðauka við samning við 785 FHM.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Ásgerður K. Gylfadóttir tók til máls undir 4. lið fundargerð fræðslu- og tómstundanefndar 3. liður, Hofgarður: Leikskólastarf. Til máls tók Sæmundur Helgason undir 6. lið lóðaúthlutanir í sveitarfélaginu. Ásgerður K. Gylfadóttir tók einnig til máls undir 6. lið lóðarúthlutanir í Sveitarfélaginu.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 1908009F - Bæjarráð Hornafjarðar - 911
Ásgerður K. Gylfadóttir tók til máls undir 2. lið fundargerð heilbrigðis- og öldrunarnefndar. Páll Róbert Matthíasson tók einnig til máls undir 2. lið fundargerð heilbrigðis- og öldrunarnefndar. Sæmundur Helgason tók til máls undir 16. lið fundargerð stjórnar SASS almenningssamgöngur. Til andsvars Ásgerður K. Gylfadóttir, einnig tók hún til máls undir 10. lið Norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra bæi og undir 11. lið Hrollaugsstaðir- gámavöllur - lóðarréttindi.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 1908004F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 264
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
4. 201907085 - Reglur um skólaakstur
Reglur um akstur barna í skóla, leikskóla og frístundir hafa verið sameinaðar.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi reglur um skólaakstur. Reglur um leikskólabörn í skólabílum falla niður við samþykkt þessara reglna.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Reglur um skólaakstur 2019.pdf
Regl um akstur foreldra í dreifbýli.pdf
5. 201809084 - Aðalskipulagsbreyting: Þétting byggðar á Höfn
Björgvin Óskar Sigurjónsson greindi frá því að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 hafi verið í vinnslu. Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði send skipulagsstofnun og umsagnaraðilum til umsagnar. Breytingin felur í sér að opin svæði við Silfurbraut og Hvannabraut verði breytt í íbúðarsvæði.

Lagði til að tillagan verði kynnt og send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sæmundur tók til máls.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
6. 201908028 - Deiliskipulag Þorgeirsstaðir í Lóni
Ósk Lón slf. um að hefja vinnu við deiliskipulag að Þorgeirsstöðum í Lóni skv. aðalskipulagi.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að heimila Lón slf. að vinna nýtt deiliskipulagi skv. 40. og 42. gr. skipulagslaga.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
7. 201909014 - Deiliskipulag athafnasvæði á Höfn
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að unnið verði nýtt deiliskipulag á athafnasvæði þar sem ekki er til deiliskipulag í dag við Krosseyjarveg, Lyngey og Álaugarey skv. uppdrætti.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að hefja vinnu að nýju deiliskipulagi á athafnasvæði á Höfn.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
8. 201908039 - Framkvæmdaleyfisumsókn, virkjun í Birnudal
Björgvin Óskar greindi frá framkvæmdaleyfisumsókn Bjarna Maríusar Jónssonar. Framkvæmdin felur í sér að reisa vatnsaflsvirkjun í Birnudal í landi Kálfafellsstaðar í Suðursveit. Virkja á ána Birná sem á upptök sín innst í Birnudal og liggur eftir miðjum dalnum. Birnudalur er lítill dalur innarlega í Staðardal vestanverðum. Birná er dragá og vatnsvið hennar er u.þ.b. 4 km². Framkvæmdin felur einnig í sér byggingu stöðvarhúss ásamt vegslóðum tengdum framkvæmdinni. Samkvæmt viðauka 3.23 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 fellur framkvæmdin í umhverfismatsflokk C og er því ekki háð umhverfismati.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki framkvæmdaleyfið skv. 15. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
9. 201709383 - Hrollaugsstaðir -gámavöllur-lóðarréttindi
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að unnið sé nýtt deiliskipulag við Hrollaugsstaði.

Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að unnið verði nýtt deiliskipulag skv. 40.- 42. gr. skipulagslaga.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Fskj. 1 - Skipulag Hrollaugsstaða nóv 1985.pdf
10. 1902018 - Byggingaráform, raðhús að Borgartúni 1
Björgvin Óskar greindi frá að grenndarkynning hafi farið fram vegna byggingaráforma að Borgartúni 1 að Hofi í Öræfum, þar sem eru áform að byggja 363 m² þriggja íbúða raðhús á lóðinni. Samkvæmt skipulagsskilmálum er heimilt að byggja allt að 350 m² raðhús á lóðinni. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 10. maí sl., engar athugasemdir bárust.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Borgartún 1 - Yfirferð aðaluppdrátta.pdf
11. 201711076 - Laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna
Bæjarráð mælti með einni breytingu á samþykktinni um laun kjörinna fulltrúa, þar sem bætt er við 1. mgr. 5. gr. að fulltrúar í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgars fái sömu laun og nefndarmenn.



Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki breytingu á Samþykkt um kjör fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna funda og ráðstefna.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
12. 201806009 - Kosningar í nefndir 2018-2022
Aðalfundur SASS, Sambands sunnlenskra Sveitarfélaga.
Ásgrímur Ingólfsson (B)
Erla Þórhallsdóttir (B)
Kristján S. Guðnason (B)
Bryndís Björk Hólmarsdóttir (D)
Sæmundur Helgason (E)
Varamenn
Björgvin Ó. Sigurjónsson (B)
Finnur Smári Torfason (B)
Nejra Mesetovic (B)
Páll Róbert Matthíasson (D)
Sigrún Sigurgeirsdóttir (E)
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Fræðslunefnd- og tómstundanefnd.
Nýr varamaður Claudia Maria Hildeblom í stað Þóreyar Bjarnadóttur (E)
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta