Bæjarstjóri

Bæjarstjóri

Bæjarstjóri er Ásgerður Gylfadóttir

Ásgerður er fædd 10. desember 1968, er uppalin á Ísafirði en fluttist til Hornafjarðar 2002,   og er hjúkrunarfræðingur að mennt.

Ásgerður lauk diplomanámi frá HÍ í heilsugæslu 2007 Bs í hjúkrunarfræði frá HÍ 1994. Ásgerður hefur starfað sem hjúkrunarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðausturlands frá árinu 2007 en starfaði þar áður sem skólahjúkrunarfræðingur og á hjúkrunardeild HSSA. Áður en Ásgerður flutti til Hornafjarðar starfaði hún sem markaðsfulltrúi hjá Pharmaco hf og á geðsviði Landspítalans.

Ásgerður hefur gengt trúnaðarstöðum fyrir sveitarfélagið á þessu kjörtímabili, var kjörin bæjarfulltrúi fyrir  B-lista 2010 og var forseti bæjarstjórnar þar til í júní 2013, þá formaður bæjarráðs og 1. varaforseti bæjarstjórnar til okt. 2013. Formaður  skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar til febrúar 2013. Einnig er Ásgerður varamaður í stjórn Samtaka Sunnlenskra Sveitarfélaga. Þá hefur hún gengt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, s.s. stjórnarsetu og formennsku í  Hornafjarðardeild Rauða kross Íslands, sat í samninganefnd hjúkrunarfræðinga HSSA, stjórn fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga og var formaður þess árin 1998-1999 og var aðal- og varatrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á geðsviði LSH.

Ásgerður er gift Friðriki Jónasi  Friðrikssyni rafverktaka og eiga þau þrjú börn.

Bæjarstjórn ræður framkvæmdarstjóra sveitarfélagsins, bæjarstjóra til að annast framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og annast önnur verkefni sveitarfélagsins.

Bæjarstjóri skal sitja fundi bæjarstjórnar og hefur hann þar málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt nema hann sé kjörinn fulltrúi í bæjarstjórninni. Hann hefur og rétt til setu á fundum nefnda sveitarfélags með sömu réttindum.

Bæjarstjóri undirbýr fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs og hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjórn tekur.

Bæjarstjóri er prókúruhafi sveitarsjóðs, en er heimilt að veita öðrum starfsmanni sveitarfélagsins prókúru að fengnu samþykki sveitarstjórnar. Prókúruhafar sveitarsjóðs skulu vera fjár síns ráðandi.

Bæjarstjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til.

Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitarfélagsins.

Senda bæjarstjóra tölvupóst

Heimasíða bæjarstóra er http://asgerdurgylfa.blog.is/


 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni