15.8.2018 : Kynningarfundur vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Umhverfis- og auðlindaráðherra, skipaði síðastliðið vor þverpólitíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra þingflokka á Alþingi auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga. Þá sitja fulltrúar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu í nefndinni.

15.8.2018 : Myndfánar

Þessa dagana stendur yfir listviðburður í Öræfum og Suðursveit listamaðurinn Halldór Ásgeirsson setur upp myndfána á valda staði og lætur þá blakta við hún.

Ákveðið samtal er haft í huga með þessari uppsetningu og þeirri sem verður sitthvorn daginn neðan við brúnna við Jökulsárlón. Brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi kom á sínum tíma vegasambandi á milli Öræfa og Suðursveitar eins og Skeiðarárbrú gerði síðar þegar allt héraðið tengdist hringveginum og þar með öllu landinu.

10.8.2018 : Regnbogagangbraut á Höfn

Í tilefni Hinsegindaga sem standa yfir um helgina var máluð Regnbogagangbraut við miðbæ Hafnar.

9.8.2018 : Regnbogastígur

Á föstudaginn kl. 12:00 munu fulltrúar frá bæjarstjórn og fulltrúar hinsegin fólks á Höfn mála regnbogastíg á milli Nýheima og Nettó! Mætum og fögnum fjölbreytileikanum saman!

25.7.2018 : Unglingalandsmót 2018

Skráningafrestur á unglingalandsmót rennur út 30. júlí, að þessu sinni verður landsmótið haldið í Þorlákshöfn.

24.7.2018 : Matthildur Ásmundardóttir ráðin bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Hornafirði

Matthildur Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU Hornafirði hefur verið ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

16.7.2018 : Sumarlokun ráðhúss

Afgreiðsla Ráðhússins er lokuð frá og með 2. ágúst til og með 10. ágúst vegna sumarleyfa.

13.7.2018 : Yfirlit vegna Öræfajökuls

Almannavarnir sendu frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í dag.

13.7.2018 : Lokun á Óslandsvegi í dag

Loka þarf Óslandsvegi í dag föstudag á meðan verið er að leggja klæðningu á veginn og vegna mikilla rigningarspá.  

Síða 1 af 30