Áfangastaðaáætlun Suðurlands komin út

13.11.2018

Áfangastaðaáætlun DMP (e.Destination Management Plan) er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samþættingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað

þar með talið:

  • þarfir gesta og heimamanna
  • þarfir fyrirtækja og umhverfis.

Með Áfangastaðaáætlun Suðurlands er komin heilstæð áætlun fyrir ferðaþjónustuna á Suðurlandi sem tekur tilliti til ferðaþjónustu, náttúru, menningarminja og samfélags. Áfangastaðaáætlun þessi var unnin frá apríl 2017 – maí 2018 í samstarfi við hagaðila á Suðurlandi.

Í markaðsgreiningu sem Markaðsstofa Suðurlands lét gera árið 2016 var dregin fram þrískipting svæða á Suðurlandi; Vestursvæði, Katla jarðvangur & Vestmannaeyjar og Ríki Vatnajökuls og var notast við þá svæðaskiptingu í áfangastaðaáætluninni. Vestursvæðið er samansett af sveitarfélögunum innan Árnessýslu ásamt Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Katla jarðvangur & Vestmannaeyjar eru Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Vestmannaeyjar. Ríki Vatnajökuls er Sveitarfélagið Hornafjörður. Gerð var ein áfangastaðaáætlun fyrir Suðurland í heild sinni og þrjár aðgerðaráætlanir, ein fyrir hvert svæði.

Verkefnið var fjármagnað af Ferðamálastofu  og er eitt af forgangsverkefnum Vegvísis fyrir ferðaþjónustuna, sem birtur var í lok árs 2015.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands verður kynnt á fundi hjá Ferðamálastofu á Hótel Söguásamt áfangastaðaáætlunum annara landshluta fimmtudaginn 15. nóv kl 13.00. Fundinum verður einnig streymt á netinu.

Skýrsluna má finna á heimasíðunni www.south.is/is/dmp