Ársreikningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2016

18.5.2017

Á fundi bæjarstjórnar 11. maí s.l. var ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2016 lagður fram til seinni umræðu og samþykktur. Nú sem undanfarin ár er staða sveitarfélagsins mjög sterk og jákvæð rekstrarafkoma bæði í A og B hluta. Reksturinn skilar verulega upp í fjárfestingar og afborganir lána.

Niðurstöður ársins 2016 sýna sterka fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en helstu niðurstöðutölur í A og B hluta eru:

 

  • Rekstrarniðurstaða  um 380 m.kr.  sem er 211 m.kr betri niðurstaða er fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
  • Veltufé frá rekstri um  580 m.kr. sem er 272 m.kr  umfram það sem fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
  • Skuldir og skuldbindingar um 1.242 m.kr.
  • Fjárfestingar  um 357 m.kr. sem er 76 m.kr. undir fjárfestingaráætlun ársins 2016
  • Veltufjárhlutfall í A-hluta 1,3
  • Eiginfjárhlutfall í A-hluta 76%
  • Skuldahlutfall í A-hluta  51,17%

 

Ekki voru tekin ný lán á árinu 2016 og eldri lán greidd niður um 109 milljónir. Fjárhagsáætlun 2016 gerði ráð fyrir 200 m.kr. lántöku, sem eins og áður segir varð ekki af. 

Hvernig er skatttekjum varið?

Hér er sett fram á myndrænan hátt ráðstöfun skatttekna 2016 til einstakra málaflokka í A hluta. Tæplega 40% í fræðslumál. U.þ.b. 11% í félagsþjónustu. Um 10% í æskulýðs og íþróttamál. Sameiginlegur kostnaður er rétt rúmlega 9%. Samanlagt fara svo 19%, í marga minni málaflokka s.s. eignasjóð, þjónustumiðstöð, atvinnumál, menningarmál, umhverfismál, hreinlætismál, almannavarnir og brunamál, skipulagsmál o.fl. 

 

 

 

Verkefnin framundan

Helstu verkefni ársins 2017 eru; endurbætur og viðbygging við leikskóla að Kirkjubraut 47, fráveituframkvæmdir, lögn í sjó út undir Stapaklett og hreinsivirki í Óslandi. Fyrsti áfangi í endurbótum á Vöruhúsi er farin af stað en hönnun á þeim framkvæmdum hefur staðið yfir undanfarið ár. Gert er ráð fyrir að hönnunarvinnu vegna endurbóta á tengibyggingu milli Heppuskóla-íþróttahús og nýbyggingar milli sundlaugar-íþróttahús. Einnig er gert ráð fyrir áætlunargerð vegna breytinga á húsnæði að Víkurbraut 26 fyrir málefni fatlaðra. Í haust kemur malbikunarflokkur og vinnur mörg uppsöfnuð verkefni, bæði í götum og göngustígum.

 

Björn Ingi Jónsson

bæjarstjóri

Sveitarfélagsins Hornafjarðar