Breyting á sorpmálum í þéttbýli

10.10.2017

Nú er verið að vinna að breytingum í sorpmálum svo hægt sé að nýta sem mest af sorpi sem kemur frá heimilum til endurvinnslu. Einnig er mikilvægt að hagræða sem best í málaflokknum því sveitarfélagið má ekki greiða með sorpurðun og hirðingu skv. lögum nr. 55/2003.

Þessa dagana er Íslenska Gámafélagið að dreifa tunnum bæði í þéttbýli og dreifbýli - a.t.h. frétt um sorpmál í dreifbýli. 
Helstu breytingar sem koma að breytingum  í þéttbýli er að almenna tunnan stækkar í 240 lítra og verður tæmd einu sinni í mánuði. 
Í almennu tunnuna kemur auka hólf undir lífrænan úrgang, fyrir matarleifar og annað sem fellur til í eldhúsinu. ( ekki hrámeti eða stór bein) 


Með lífræna hólfinu er lítil karfa og maíspokar til að hafa í eldhúsinu við söfnun á mararafgögnum, a.t.h. notið litlu körfuna til að fara með út í tunnu því pokarnir eru lífrænir og geta því rifnað ef þeir eru ekki tæmdir reglulega og ef það er of þungt efni í þeim 


Engar breytingar verða gerðar á endurvinnslutunnunni hún mun vera tekin áfram einu sinni í mánuði eins og áður og sömu reglur gilda með hvað á að setja í hana.