Vegna breytinga í sorphirðu og nýtingu lífræns úrgangs í dreifbýli

10.10.2017

Nú er verið að vinna að breytingum í sorpmálum svo hægt sé að nýta sem mest af sorpi sem kemur frá heimilum til endurvinnslu. Einnig er mikilvægt að hagræða sem best í málaflokknum því sveitarfélagið má ekki greiða með sorpurðun og hirðingu skv. lögum nr. 55/2003.

Helstu breytingar sem koma að heimilum/íbúum í dreifbýli er að almenna tunnan stækkar í 240 l. og verður tæmd einu sinni í mánuði. Endurvinnslutunnan verður stækkuð í 660 l. og verður tæmd annan hvern mánuð. Er þetta gert til að auka hagræðingu þar sem það er mjög kostnaðarsamt að hirða í dreifbýli á móti verður reynt að komast hjá miklum hækkunum á hirðingu. 

Íbúum í dreifbýli gefinn kostur á að fá jarðgerðartunnu fyrir hvert heimili að kostnaðarlausu ef þeir óska eftir því.

Nú er hafin innleiðing á þessu nýja fyrirkomulagi og er þess vænst að íbúar taki vel í breytinguna og vinni með okkur í að gera betur í flokkun á endurvinnslu og hagræða í málaflokknum.

Valkvætt er að fá ílát til jarðgerðar eða nýta lífræn efni frá heimili á annan hátt því það hefur sýnt sig að heimili í dreifbýli nýta matarafganga betur en í þéttbýli. 

Ef heimilið þitt/ykkar óskar eftir að fá jarðgerðartunnu vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið umhverfi@hornafjordur.is eða hringið í síma 470 8000.  

 

Vinsamlega pantið tunnu fyrir 23. október nk.