Lýðheilsugöngur í september

10.9.2018

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða vítt og breitt um landið nú í september.

í Sveitarfélaginu Hornafirði munu göngurnar fara fram alla miðvikudaga í september líkt og á landinu öllu. Göngurnar henta allri fjölskyldunni og taka rúma klukkustund,  tilgangurinn er að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu og lífsgæði.

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga heldur utan um göngurnar í Hornafirði og eru þær sem hér segir:

12. sept. kl 19:00 - Minni hringurinn innanbæjar 5. km.

19. sept. kl. 18:00 - Selmýrahryggur Laxárdal, þar sem meðal annars er gengið framhjá vatnsbóli Hornfirðinga.

26. sept. kl. 18:00 Bergárvegur - Mígandi gengið í leiðinni bak við Mígandafoss.

Lagt verður af stað í allar göngur frá bílastæði austan Heppuskóla.

Allir hvattir til að mæta og taka þátt í  heilsueflandi samfélagi.