Samtal í sveitinni

1.11.2017

Almennur bændafundur verður haldinn að Holti á Mýrum þriðjudaginn 7. nóvember 2017 kl. 20:00-22:00.

Dagskrá:

  • Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands kynnir tvær rannsóknir NattSa er varða landbúnaðarmál; Ástandsmat á gróðurlendi í Endalausadal og Mælingar á uppskerutapi vegna gæsa.
  • Umræður
  • Kaffihlé
  • Sveitarfélagið Hornafjörður og Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga vinna að gerð nýrrar fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélagið. Jón Jónsson hdl. frá Sókn Lögmannsstofu og ráðgjafi vegna fjallskilamála mætir á fundinn.
  • Umræður

Fundarstjóri, Ásgrímur Ingólfsson.

Mætum og tökum þátt í samtali varðandi landbúnað í Sveitarfélaginu Hornafirði.