Menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkir afhent

25.2.2017

Fimmtudaginn 23. febrúar var mikið um dýrðir í Sveitarfélaginu Hornafirði en þá fór fram afhending styrkja, Menningarverlauna og umhverfisviðurkenninga  sveitarfélagsins við húsfylli í Nýheimum. Alls voru  21 styrkir veittir á viðburðinum, en voru það styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir út atvinnu- og rannsóknarsjóði.

Menningarverðlaun

Kristín Guðrún Gestsdóttir formaður menningarmálanefndar setti viðburðinn og kom fram í máli hennar að Menningarverðlaun Austur-Skaftafellsýslu hafa verið veitt frá árinu 1994. Í reglum um Menningarverðlaun segir „Verðlaunin  eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á nýliðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu.“

Alls voru sex aðilar tilnefndir til Menningarverðlauna þetta árið og

Þakkaði Kristín þeim tilnefndu fyrir framlag Þeirra til samfélagsins og bætti því við að „ við getum svo sannarlega sagt að samfélagið væri fátækara án ykkar“. 

Var það Sigurður Mar Halldórsson sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Sigurður Mar hlaut verðlaunin fyrir ljósmyndasýningu og – bók  sína Sögur „ Sigurði tókst með myndum sínum að fá áhorfendann að búa til sínar eigin sögur“

Menningarnefnd veitti tólf styrki til menningaverkefna til ýmissa mismunandi verðugra verka og verkefna.

Styrkir atvinnu- og rannsóknarsjóðs

Hér í Hornafirði  er gróskumikið athafnalíf og gleðilegt að sjá þá blómlegu uppbyggingu á sér stað bæði til sjávar og sveita. Umhverfið okkar er ekki síður ein allsherjar rannsóknarkista og var atvinnumálanefnd sannur heiður að veita þremur rannsóknarverkefnum styrk að þessu sinni, auk eins sprotaverkefnis í ferðaþjónustu. Alls bárust atvinnumálanefnd 4 metnaðarfullar umsóknir í sjóðinn, þar af hlaut ein þeirra styrk úr A hans og þrjár úr B hluta. Unnt var að veita þeim öllum verðskuldaðan styrk. Heildarupphæð styrkja í ár er kr. 2.3 milljónir og skiptust þær á eftirfarandi hátt:

A-hluti

Náttúrustofa Suðausturlands hlaut 600 þúsund króna styrk fyrir verkefnið „Landmótun og lífríki í Skúmey á Jökulsárlóni, á tímum loftslagsbreytinga“

Skúmey kom undan Breiðamerkurjökli um árið 2000, og vegna einangrunar hennar frá fastalandinu eru hún griðastaður fugla auk þess sem og gróður- og skordýralíf er fjölbreytt. Er markmið þessa verkefnis afla gagna til að kortleggja jarðmenjar, gróður og vistkerfi Skúmeyjar og í framhaldinu að fylgjast með framvindu hennar. Hér er um viðamikið verkefnið að ræða sem hefur auk þessa styrks einnig hlotið myndarlega styrki frá öðrum sjóðum, en Skúmey er m.a. líkt við „Surtsey Vatnajökuls“. 

B-hluti

Náttúrustofa Suðausturlands hlaut einnig styrk úr B sjóði upp á 500 þúsund  í verkefnið „Mælingar á yfirborði og hörfun Hoffellsjökuls með TLS-leysitækni“, en verða niðurstöður þess verkefnis notaðar til að sýna jöklabreytingar með myndrænum hætti.

Snævarr Guðmundsson hlaut 600 þúsund króna styrk í verkefnið „Stjörnufræðirannsóknir frá Markúsarþýfishóli við Fjárhúsavík“. Með verkefninu mun Snævarr afla fræðilegra gagna auk þess sem blásið verður til stjörnuskoðunar fyrir áhugasama. 

Hulda Laxdal Hauksdóttir hlaut 600 þúsund króna styrk í verkefnið „Höfn Staðarleiðsögn – Höfn Local Guide“, sem lýtur að upplifunar gönguferðum með leiðsögn um Höfn og í næsta nágrenni.

Er öllum styrkþegum óskað innilega til hamingju. 

Umhverfisviðurkenningar 2016

Sveitarfélagið Hornafjörður veitir árlega viðurkenningu til einstaklinga fyrir snyrtilega lóð eða götu, og til fyrirtækja þar m. t. lögbýli í sveitum fyrir snyrtilega umgengni og útlit. Tilgangur umhverfisviðurkenninga er að vekja íbúa til umhugsunar um gildi náttúru og umhverfis fyrir samfélag og atvinnulíf í sveitarfélaginu og hvetja þá til að sýna því tilhlýðilega virðingu með sjálfbærri þróun að leiðarljósi.

Þau sem hlutu umhverfisviðurkenningu fyrir árið 2016:

Viðurkenningu fyrir fallega og snyrtilega lóð hlutu Antonía Arnórsdóttir og Benedikt Áskelsson fyrir lóðina að Hafnarbraut 39. Í umsögn segir: Lóðin er falleg og vel viðhaldið hús. Garðurinn er vel hirtur, með runnagróðri, steinum, trjám og blómum sem raðað hefur verið saman af natni.

Setberg fyrir fallegt og snyrtilegt lögbýli í umsögn segir: þar sem smekklegar endurbætur hafa verið gerðar á hlaði og umhverfinu við bæinn. Snyrtimennska og góð umgengni við búskap, hús, tæki og verkfæri eru til fyrirmyndar. Þess ber að geta að á Setbergi er verið að leggja lokahönd á myndarlega heimavirkjun, vatnsaflsvirkjun þar sem bæjarlækurinn er nýttur. Vonir standa til að virkjunin geti veitt búinu allt það rafmagn sem þarf til kyndingar og annarra nota. Þessi áform um heimavirkjun passa vel við Umhverfisstefnu Sveitarfélagsins og Loftlagsverkefni Landverndar og sveitarfélagsins. 

Skinney Þinganes hlaut viðurkenningu fyrir rafvæðingu fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins. Í umsögn segir: Árið 2014 var tekinn í notkun rafkynntur ketill í fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar Þinganess hf. Með þessari breytingu er nú notast við innlenda orkugjafa í verksmiðjunni. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikilvægt það er okkur öllum og þeim skuldbindingum sem við höfum gert sem þjóð þegar svona stór skref eru stigin í orkuskiptum. Nægir að nefna í því samhengi Loftlagsverkefni Landverndar og Parísarsáttmálann til að sjá að þessi orkuskipti eru sannarlega vel að því komin að fá viðurkenningu. Það er ábyrgðarfullt og framsækið skref sem Skinney Þinganes hefur tekið með þessari breytingu.

Athöfnin var hátíðleg og söng Hafdís Ýr Sævarsdóttir lagið Hollow eftir Tori Kelly og eitt frumsamið lag, spilaði hún sjálf undir á ukulele við góðar undirtektir.