Persónuvernd

Samkvæmt lögum um persónuvernd sem samþykkt voru í júlí 2018 kemur fram að sveitarfélögum er skylt að skipa persónuverndarfulltrúa.

Persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins var tilnefndur skv. nýjum lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Sveitarfélagið gerði samning við Auðun Helgason um að hann sinni stöðu persónuverndarfulltrúa.

Einstaklingar sem óska upplýsinga um vinnslu persónuupplýsinga hjá sveitarfélaginu sem og leiðbeiningar um hvernig þeir geta neytt réttar síns samkvæmt ákvæðum laganna, geta beint erindum sínum til Auðuns í gegn um netfangið personuvernd@hornafjordur.is eða fengið upplýsingar í síma 470 8000.