Umhverfis- og loftslagsstefna

Umhverfis- og loftlagsstefnu Sveitarfélagsins Hornafjarðar má finna hér.

Umhverfis- og loftlagsstefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árin 2022 - 2030 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 7. apríl 2022. 

Hlutverk stefnunnar er að tryggja góð lífsgæði íbúa og innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hjá sveitarfélaginu. Áhersla er lögð á fjölbreytta og góða þjónustu, blómstrandi mannlíf, skilvirkan og ábyrgan rekstur ásamt öflugu atvinnulífi sem stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

Unnið er að gerð aðgerðaráætlunar þar sem fram koma aðgerðir til að ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem sett eru fram í umhverfis- og loftslagsstefnunni.