Baðvörður

Auglýst er eftir baðverði við íþróttahúsið Mánagarði.

Um er að ræða 50% starf til framtíðar, vinnutími er í samræmi við vaktatöflu.

Helstu verkefni:

Almennt eftirlit með umgengni í húsinu, gæsla í tengslum við fimleikaæfingar barna, þrif og minniháttar viðhald.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga við FOSS, BSRB og Afl Starfsgreinafélag.

Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf 1. september.

Nánari upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Gunnar Ingi Valgerirsson í síma 899-1968.

Netfang: www.gunnaringi@hornafjordur.is

Umsóknarfrestur er til 30. júní 2019.