Flokkstjórar í Vinnuskóla

Auglýst er eftir flokkstjórum í Vinnuskóla Sveitarféalgsins. Vinnuskóli er fyrir ungmenni á aldrinum 13 - 16 ára og byggist á vinnu utandyra. 

Auglýst er eftir bæði körlum og konum, 20 ára eða eldri.

Leitað er eftir einstaklingum sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir.

Starfið felst í að vinna með unglingum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu.

Ráðnir verða þrír einstaklingar, launakjör samkv. kjarasamningum AFL stéttarfélags og launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til 24. mars n.k.

Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berist til Herdísar I Waage tómstundafulltrúa í netfangið; herdisiw@hornafjordur.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, s: 470 8000.