Leikskólakennari eða leiðbeinandi

Leikskólinn Lambhagi í Öræfum auglýsir eftir leikskólakennurum eða leiðbeinendum til starfa.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara eða leiðbeinanda.

Hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg uppeldismenntun æskileg.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Leikskólinn Lambhagi er lítill sveitaskóli samrekinn með Grunnskólanum í Hofgarði.

Þar dvelja að jafnaði um 6-8 börn á aldrinum eins til fimm ára. Í starfinu er lagt upp úr góðum samskiptum í samræmi við uppeldisstefnuna Uppeldi til ábyrgðar, einnig er áhersla á að nýta náttúruna í nánasta umhverfi skólans.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst, annars eftir samkomulagi.

Skemmtileg vinna í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa gaman af því að vinna með börnum.

Húsnæði er í boði fyrir væntanlegan starfsmann.

Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní næstkomandi.

Umsóknir ásamt ferilskrá berist til Magnhildar Gísladóttur skólastjóra á netfangið magnhildur@hornafjordur.is