Leikskólinn í Öræfum leitar að starfsmanni

Á leikskólann Lambhaga í Öræfum vantar leikskólakennara

eða leiðbeinanda til starfa í stöðu deildarstjóra .

Húsnæði á staðnum

Helstu verkefni og ábyrgð:

Að skipuleggja og vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu.

Hæfniskröfur:

•Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg uppeldismenntun æskileg.•Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.•Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.•Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.•Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Leikskólinn Lambhagi er lítill sveitaskóli samrekinn með Grunnskólanum í Hofgarði.

Þar dvelja að jafnaði um 6-8 börn á aldrinum eins til fimm ára. Í starfinu er lagt upp úr góðum samskiptum í samræmi við uppeldisstefnuna Uppeldi til ábyrgðar, einnig er áhersla á að nýta náttúruna í nánasta umhverfi skólans.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst, annars eftir samkomulagi.

Skemmtileg vinna í boði fyrir einstaklinga sem hafa gaman af því að vinna með börnum.

Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.

Umsóknir ásamt ferilskrá berist til Brynju Kristjánsdóttur skólastjóra á netfangið brynjahof@hornafjordur.is