Leikskólakennari, leiðbeinandi og uppeldismenntaður einstaklingur

Leikskólinn Sjónarhóll auglýsir eftir starfsfólki á deild leikskólakennara eða leibeinanda og einstaklingi með uppeldismenntun til að sinna stoðþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara eða leiðbeinanda þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi.

Hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg uppeldismenntun

 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg

 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

 • Góð íslenskukunnátta

Einnig auglýsir leikskólinn eftir uppeldismenntuðum einstaklingi í stoðþjónustuna (sérkennslu).

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Þjálfun og kennsla barna með frávik

 • Vinna að einstaklingsnámskrárgerð í samvinnu við yfirmann stoðþjónustu

 • Vera í samstarfi við foreldra og starfsmenn

Hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun með sérþekkingu eða reynslu í sérkennslu eða önnur sambærileg uppeldismenntun

 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg

 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

 • Góð íslenskukunnátta

 • Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á Atferlisþjálfun, tákn með tali eða öðrum óhefðbundnum tjáningaleiðum

Leikskólinn Sjónarhóll er sex deilda leikskóli sem staðsettur er á Höfn í Hornafirði. Leikskólinn opnaði í nýju húsnæði í ágúst 2018. Skemmtileg vinna í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa gaman af að vinna með börnum.

Laun eru greidd samkvæmt samningum  launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. 

Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar næstkomandi

Umsóknir ásamt ferilskrá berist til Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra á netfangið  mariannaj@hornafjordur.is