Skólastjóri og deildarstjóri í leikskóla

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir starfsfólki í samrekinn leik- og grunnskóla í Hofgarði í Öræfum. Öræfi liggja undir rótum Vatnajökuls í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Höfn. Þar fer gott samfélag fer ört vaxandi með tilheyrandi þörfum fyrir grunnþjónustu við barnafjölskyldur.

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir starfsfólki í samrekinn leik- og grunnskóla í Hofgarði í Öræfum. Öræfi liggja undir rótum Vatnajökuls í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Höfn. Þar fer gott samfélag fer ört vaxandi með tilheyrandi þörfum fyrir grunnþjónustu við barnafjölskyldur.

Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:

Skólastjóri

Starfssvið

  • Skólastjórnun og fagleg forysta í grunn- og leikskóla.
  • Vinna að framsækinni skólaþróun í fámennum skóla.
  • Leiða samstarf starfsmanna, nemenda og fjölskyldna barna í Öræfum.

Menntun og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu á leik- og/eða grunnskólastigi.

  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg.
  • Starfsreynsla af kennslu og öðrum störfum í grunnskóla.
  • Metnaður og sjálfstæði í starfi góð skipulags- og samskiptahæfni, sköpunarkraftur.

Deildarstjóri í leikskóla

Starfssvið

Helstu verkefni deildarstjóra, eru í samræmi við starfslýsingu í kjarasamning FL og í samráði við skólastjóra.

Hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.

Launakjör eru samkvæmt viðeigandi kjarasamningi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k.

Nánari upplýsingar veita Magnhildur Gísladóttir skólastjóri í síma 618-6563 og Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri í síma: 470- 8000. Umsóknir sendist á netfangið ragnhildur@hornafjordur.is.