Slökkviliðsstjóri

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir starf slökkviliðsstjóra laust til umsóknar. Um framtíðarstarf er að ræða og slökkviliðsstjóri starfar í hlutastarfi.

Starfslýsing:

  • Dagleg stjórn slökkviliðs.
  • Stjórn slökkvistarfa við eldsvoða og stjórn á vettvangi við mengunaróhöpp á landi.
  • Umsjón og skipulag með fræðslu slökkviliðsmanna og þjálfun og önnur starfsmannamál.

Hæfni- og menntunarkröfur:

  • Æskilegt er að viðkomandi hafi iðnmenntun og aukin ökuréttindi.
  • Að viðkomandi hafi reynslu af slökkvistörfum og hafi lokið starfstengdum námskeiðum.
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
  • Frumkvæði í starfi og góð færni í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til 22. júlí 2019.

Laun samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Frekari upplýsingar veitir Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í síma 470 8000 eða matthildur@hornafjordur.is.