Starfsmaður í Menningarmiðstöð

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir starfsmanni á Menningarmiðstöð Hornafjarðar.

 

Starfslýsing: Afgreiðsla á bókasafni og umsjón með barnastarfi.

Viðkomandi þarf að geta sýnt fram á lipurð í mannlegum samskiptum, vera þjónustulundaður og liðlegur, vera sjálfstæður í vinnubrögðum og hafa góða skipulagshæfileika.

Kostur er ef viðkomandi er með starfsreynslu í þjónustustörfum.

Góð íslensku og tölvukunnátta skilyrði.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Foss/BSRB og AFL starfsgreinafélags við launanefnd sambands sveitarfélaga.

Upplýsingar um starfið gefur Eyrún Helga Ævarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar í síma 470-8052 eða eyrunh@hornafjordur.is

Umsóknarfrestur er til 28.02.2019 og skulu umsóknir sendar á rafrænu formi á netfangið eyrunh@hornafjordur.is