Viltu vinna með snillingum?

Leikskólakennarar og starfsfólk með áhuga á börnum og leikskólastarfi óskast

Leikskólinn Sjónarhóll auglýsir eftir leikskólakennurum eða starfsfólki með reynslu af börnum og áhuga á leikskólastarfi. Í starfinu felst að vinna að menntun og uppeldi barna í gegnum leik, samskipti, tónlist, myndlist, bókmenntir og útivist. Leikskólinn er sex deilda, staðsettur á Höfn í Hornafirði og mun opna eftir sumarleyfi í nýju og glæsilegu húsnæði. 

Hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið leikskólakennari eða önnur menntun sem nýtist í starfi.  
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Áhugi á uppeldi og menntun barna og leikskólastarfi
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.  

Um er að ræða 100% störf og er vinnutíminn er frá kl. 8.00  til 16.00. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára og eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um.  Ráðið er í störfin frá miðjum ágúst eða eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til og með  1. ágúst næstkomandi

Umsóknir ásamt ferilskrá berist í tölvupósti til Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra sem einnig veitir frekari upplýsingar.  Netfang mariannaj@hornafjordur.is