Leikskólinn Krakkakot

Víkurbraut 24, 780 Hornafirði

Heilsuleikskólinn Krakkakot er þriggja deilda. Í skólanum eru börn á aldrinum 1-6 ára. Opnunartími leikskólans er frá 7:45 til 16:15. 

Á heilsuleikskólanum Krakkakoti eru þrjár deildir; Dropadeild, Mánadeild og Skýjadeild. Á Dropadeild eru yngstu börnin, eins árs og tveggja ára, á Mánadeild eru 2-3 ára börn og á Skýjadeild eru 4-5 ára börn. Leikskólinn starfar eftir skólanámskrá sinni og Aðalnámskrá leikskóla. Á Krakkakoti er unnið eftir heilsustefnu Urðarhóls þar sem hann er innan samtaka heilsuleikskóla á Íslandi. Áhersluatriðin eru þrjú; næring, hreyfing og listsköpun. Mikil áhersla er lögð á frjálsa leikinn og dagskipulagið er sett þannig niður að allir dagar vikunnar eru eins að mestu leyti. Við erum umhverfisvæn og flokkum og endurvinnum ýmislegt. Í leikskólanum starfa leikskólakennarar, þroskaþjálfi og síðast en ekki síst hópur af ófaglærðu fólki og allir vinna vel saman sem hópur.

 

Leikskólastjóri er Maríanna Jónsdóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Elínborg Hallbjörnsdóttir.