Leikskólinn Lönguhólar

Kirkjubraut 47, 780Hornafirði

Á Lönguhólum er leitast við að hafa aðbúnað og leikrými barnanna innan dyra og utan dyra sem best. Með því að hafa sér matsal hefur verið hægt að fækka borðum og stólum inn á deildum og því hefur leikpláss barnanna aukist, leikur og starf barnanna fær aukið og fjölbreyttara rými. Þar að auki hefur það gefist vel að borða ekki í sama rými og notað er til leiks og starfs.

Leikskólalóðin er stór og rúmgóð með ágætis landslagi, það eru hólar og tré, stór sandkassi og ýmis leiktæki bæði verksmiðjuframleidd og heimalöguð.

Náttúru og umhverfisfræðsla er stór þáttur í starfi leikskólans, er reglulega farið með börnin í litlum hópum út fyrir lóð leikskólans í tengslum við þá fræðslu og þá oftast á útileiksvæði á Höfn.

Leikskólastjóri er Maríanna Jónsdóttir.