Félagsþjónusta

Markmið félagsþjónustu sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúa, og að stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Við framkvæmd þjónustunnar er það haft að leiðarljósi að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, styrkja hann til sjálfshjálpar og virða sjálfsákvörðunarrétt hans.

Í félagsþjónustu Hornafjarðar er m.a. unnið eftir lögum um:

  • félagsþjónustu sveitarfélaga sbr.lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991
  • málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992
  • grunnskóla nr. 91/2008
  • leikskóla nr. 90/2008
  • barnavernd nr. 80/2002
  • jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nr. 10/2008

Félagsmálanefnd fer með stjórn og skipulag félagsþjónustunnar í umboði bæjarstjórnar, en framkvæmd þjónustunnar er í höndum starfsmanna. Áhersla er lögð á náið samstarf milli félagsþjónustu, heilsugæslu og þeirra sem vinna að fræðslumálum.

Fyrir hvern er félagsþjónustan?

Þeir sem eiga lögheimili á Hornafirði eiga rétt á að leita félagslegrar aðstoðar. Starfsfólk félagsþjónustunnar er bundið trúnaði um málefni þeirra sem til hennar leita. Best er að leita ráðgjafar og aðstoðar áður en vandinn er orðinn yfirþyrmandi.

Félagsþjónustan er til húsa í Ráðhúsi Hornafjarðar að Hafnarbraut 27. Ráðhúsið er opið alla virka daga frá kl. 8:00-12:00 og 12:45-15:30.

Aðalsími: 470-8000

Beinar línur:

  • Félagsmálastjóri Elísa Sóley Magnúsdóttir s. 470-8004
  • Deildarstjóri Heimaþjónustudeildar, Jörgína E. Jónsdóttir s. 470-8019
  • Félagsmálafulltrúi Skúli Ingibergur Þórarinsson  s. 470-8005
  • Neyðarnúmer barnaverndarmála er 112