Barnavernd

Allir hafa tilkynningaskyldu samkvæmt barnaverndarlögum og hún skiptir miklu máli fyrir velferð barna. Óska má eftir því að tilkynning sé undir nafnleynd gagnvart þeim sem verið er að tilkynna.

Mikilvægt er að tilkynna til barnaverndar ef áhyggjur eru af aðstæðum barns. Tilkynna þarf um bágan aðbúnað barns, óviðeigandi uppeldisaðstæður og um áhættuhegðun. Einnig er mikilvægt að tilkynna ef áhyggjur eru af því að lífi ófædds barns sé stofnað í hættu með líferni barnshafandi konu.

Þú mátt tilkynna á þínu móðurmáli, ef þú vilt. You may report in your mother tonge, if you want. Możesz napisać w swoim ojczystym języku, jeśli chcesz.

Síða í vinnslu Neyðarhnappar koma hér 

Einnig er hægt er að senda tilkynningu til barnaverndar á netfangið barnavernd@hornafjordur.is eða hringja í síma 470-8000 á opnunartíma Bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Utan opnunartíma, á kvöldin og um helgar, er hægt að fá samband við bakvakt barnaverndar í gegnum Neyðarlínuna 112.

Líta þarf á tilkynningu til barnaverndar sem beiðni um stuðning og aðstoð fyrir barnið og fjölskyldu þess. Starfsfólk barnaverndar leggur áherslu á samstarf við börn og forráðamenn við vinnslu mála og nærgætni og virðingar er gætt í samskiptum við alla. Fyllsta trúnaðar er heitið

Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðarbyggð hafa gert með sér samningum um rekstur sameiginlegrar barnaverndarþjónustu sem nefnist Barnaverndarþjónusta Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. 

Hægt er að kynnar sér samninginn hér.