Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er veitt vegna framfærslu einstaklinga og fjölskyldna. Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem lögheimili eiga á Hornafirði og hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Sveitarfélagið hefur sett sér reglur um þessi viðmiðunarmörk. Starfsfólk félagssvið metur þörfina og ákveður fjárhagsaðstoð til einstaklinga í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Við útreikning fjárhagsaðstoðar koma allar tekjur til frádráttar. 

Aðstoðin getur verið í formi lána eða styrkja, og eru fjárhagsstyrkir skattskyldar tekjur. Þegar sótt er um fjárhagsaðstoð þarf að fylla út sérstakt umsóknareyðublað sem er á íbúagátt sveitarfélagsins.

Fjárhagsaðstoð sem veitt er á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga er alltaf endurkræf sbr. 23. gr.laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.