Sálfræðiþjónusta

Börnum og ungmenni, undir 18 ára aldri, hafa aðgang að ókeypis sálfræðiþjónustu í gegnum skólana. Frá ágúst 2017 til og með júní 2019 mun þessi þjónusta fara fram á vegum fyrirtækisins Sensus ehf. sem sérhæfir sig í þjónustu við börn og ungmenni.

Silja Rut Jónsdóttir mun koma á vegum Sensus ehf. einu sinni í mánuði. Hafa skal samband við umsjónarkennara, stoðþjónustu skóla eða skólastjóra til að fá nánari upplýsingar um þjónustuna.

Sálfræðiþjónusta fyrir fullorðna byggist upp á fjarþjónustu en í gegnum vefinn www.karaconnect.com er hægt að fá aðgengi að margvíslegri sálfræði- og sérfræðiþjónustu. Bent er á að mörg stéttarfélög niðurgreiða slíka þjónustu. Sé um félags- eða fjárhagslega erfiðleika að ræða er hægt að leita aðstoðar félagsþjónustu.