Viðburðir

Menningarverðlaun Hornafjarðar 2014

Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar 2014.
Tilnefningar skal senda í bréfaformi og skila í móttöku Ráhúss Hornafjarðar Hafnarbraut 27, Höfn eða á netfangið menningarmidstod@hornafjordur.is, einnig er hægt að hringja í síma 4708050.
Vinsamlegast sendið tilnefningar eigi síðar en 9. mars 2015.
Tilkynnt verður við hátíðlega athöfn 13. mars n.k. kl. 16.00 hver handhafi menningarverðlauna Hornafjarðar 2014 verður. Einnig mun úthlutun menningarstyrkja vera þennan dag.

Lesa meira

Þrykkjan rís fyrir réttindum kvenna!

Milljarður rís er alþjóðleg herferð þar sem fólk kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og fá að njóta sömu tækifæra og karlmenn. Herferðin hefur notið síaukinna vinsælda síðustu ár en á síðasta ári kom saman einn milljarður manna í 207 löndum sem dansaði gegn kynbundnu ofbeldi.

Lesa meira

Stofnun Hollvinasamtaka Miklagarðs

Kæru Hornfirðingar nær og fjærÍ hartnær 100 ár hefur Mikligarður verið undirstaðan í samfélags- og atvinnuþróun á Höfn og í  Hornafirði. Í honum hefur sagan tekið á sig myndir og skilið eftir minningar hjá flestum þeirra sem hingað komu til vinnu og vertíða.
Stofnfundur Hollvinasamtaka Miklagarðs verður í Nýheimum 21. janúar n.k. kl. 20.00
Lesa meira

Skipulagsfundur vegna 100 ára kosningarafmælis kvenna 2015

Kæru velunnarar afmælisárs kosningaréttar kvenna á Íslandi!

Í dag, mánudaginn 19. janúar n.k. kl 20.00 verður haldinn skipulagsfundur í Nýheimum vegna viðburða tengda afmælishátíðinni  19. júní 2015.
Allir þeir sem hafa áhuga á að aðstoða við undirbúninginn eru hvattir til þess að mæta og leggja þessum merkisviðburði lið.

Kærar kveðjur,
Afmælisnefndin
Lesa meira

Viðburðir þann

Enginn viðburður fannst skráður.


 


TungumálÚtlit síðu: